Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 47
MULAÞING
43
urstafn og hliðarveggir smiðjunnar voru hlaðnir. Var hún niðurgrafin
þeim megin, sem að hlaðinu sneri (ein trappa niður að ganga). Stærð
hennar hefur verið tæplega 5x6 álnir, innanmál.
I smiðjunni var afl, hlaðinn úr eintómu grjótu (hellum efst), físibelg-
ur, steðji, skrúfstykki og fleira. Tveir smábekkir voru þar fyrir smíðatól
og efni. Þarna var smíðað það, sem smíða þurfti úr járni, t. d. hestajárn
(skeifur), ljábakkar o. fl. Ljáir voru og dengdir (klappaðir) á steðjanum.
I smiðjunni voru geymd afls konar amboð, þ. e. orf, hrífur og ljáir,
jarðyrkjuverkfæri, reipi, reiðfæri (reiðingar, þ. e. dýnur og klifberar)
o. fl.
Syðsta húsalengjan
Syðsta húsalengja bæjarins var þeirra stærst, tvílyft og portbyggð. Aust-
ast var gestastofa með tveim sex rúðna gfuggum, er sneru fram á hlaðið.
Stofuhurðin var spjaldhurð, og þif voru tvískipt spjaldþil. Einn biti var í
lofti, klæddur þunnum borðum. Stofan var máluð, nema gólfið var
ómálað og hvítskúrað. Loftið var hvítt, en bitinn rauðbrúnn að neðan.
Spjöld í hurð og þiljum höfðu verið hvít, en voru farin mjög að gulna, en
bindingar voru rauðbrúnir. Á miðju gólfi var málað borð, sem var hægt
að stækka með því að draga það í sundur og setja þar í tvær plötur. Þar
voru einnig nokkrir stólar. Niður úr lofti hékk stofulampinn, 14 lína,
sem kallað var, með hvítum kúpli og ljósdreifara. Skatthol var í stof-
unni, tvær kommóður og smáborð. Gestum var jafnan boðlð til stofu,
nema þegar kaldast var, þvf að ofn var þar enginn. Þó kom það fyrir, að
stofan var yluð upp með lítilli oh'uvél.
Næst stofu að vestan var skemman, frekar mjótt hús með glugga í
suður og gluggaskoti í gegnum vegg, utan glugga. Var gengið úr skemm-
unni inn í stofuna. Moldargólf var í skemmunni, nokkru lægra en stofu-
gólfið, en ferhyrndur timburpallur var við stofudyr, lítið eitt hærri en
skemmugólfið. Stigi var í skemmunni upp á stofuloftið. Til hliðar við
hann, við austurhlið skemmunnar, var stór byrða, sem náði að suður-
vegg. I henni voru geymd fjallagrös, og var hún kölluð grasabyrða.
Beint á móti byrðunni, við vesturvegg (tréþil), stóð hefilbekkur. Á
honum voru heflar og fleiri verkfæri, og á þili upp yfir honum héngu
sagir, axir, borvél o. fl. Þar var og sliðra fyrir ýmis smíðatól. Til hliðar
við verkfæri þessi héngu kvensöðlar í röð á þilinu út að norðurvegg. Frá
byrðunni við austurvegg voru snagar á þilinu bak við stigann, að stofu-
dyrum. Þar héngu oft hversdagsföt og hríðarúlpur.