Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 49
MULAÞING
45
Efri hæð baðstofunnar, rishæðin, var eins og áður segir portbyggð, og
á hverju stafgólfi miðju var fjögurra rúðna gluggi mót suðri, alls fjórir
gluggar. Baðstofan uppi var því björt og vistleg. Ekki var eins bjart
niðri, þar sem gluggaskotin drógu úr birtunni. í austurenda baðstof-
unnar uppi var afþiljað hjónaherþergi (viðbót baðstofu árið 1905), eitt
stafgólf, líklega ívið breiðara en hin stafgólfin. Þar var hægt að opna
glugga. Fastarúm voru þar ekki, en tvö færirúm, mismunandi að gerð,
sem hér skal lýst.
Til voru tvær gerðir af svokölluðum færirúmum. Höfðu þær það sam-
eiginlegt, að rúmið var í tveim hlutum, hægt var að draga það saman
(minnka) og sundur aftur, og það var með sex fótum. Aðra gerðina var
hægt að draga saman á lengdina (gekk þá mjórri hlutinn inn í breiðari
hlutann, sem var til höfða) og draga sundur í hæfilega lengd, þegar um
var búið og til rekkju gengið að kveldi. Hin gerðin var þannig, að rúmið
var dregið saman á breiddina (mjókkað), en dregið sundur, þegar um
var búið (venjulega hjónarúm). Báðar gerðirnar þjónuðu þeim tilgangi,
að nota mætti gólfplássið sem bezt að degi til, þegar setið var við vinnu í
lítilli baðstofu.
Prjónavél var keypt árið 1911, og var hún sett niður í hjónaherberginu
uppi.
Tvö fastarúm voru við suðurhlið baðstofunnar, og eitt fastarúm var
við vesturstafn, og var lítið skot (bil) milli höfðalags þess og hinna
rúmanna. Aftan við þetta rúm stóð há klukka, „áttadagaúr“, við vest-
urstafninn. Tvö fastarúm voru við norðurhlið, en aftan við það austara
var uppgangan í baðstofuna. Var hleri á hjörum yfir uppgönguopinu
(stigaopinu). Hinum megin við opið hafði verið mjótt fastarúm meðfram
stafni, en það var tekið burt, þegar ofn kom í baðstofuna árið 1905, um
leið og baðstofan var lengd til austurs sem hjónahúsi nam. Ofninn stóð
þannig norðan við dyr hjónahússins og ylaði upp alla baðstofuna uppi á
veturna.
Allstór olíulampi hékk úr risi í miðri baðstofu. Bandið, sem hann var
festur í, lék í trissu í risinu (mæninum), svo að hægt var að draga
lampann niður, þegar ljós var kveikt, og upp, eftir að slökkt var á
honum. Mjór strompur var á baðstofunni til að gera loftbetra í henni.
Til voru svokallaðir ytrigluggar, með einni rúðu, jafnstórir innri
gluggunum. Þeir voru settir á haustin í þar til gerða falsa fyrir utan
baðstofugluggana (nema hjónahúsgluggann uppi), og var nokkurt bil,
10—12 cm, milli innri og ytri glugganna uppi, en miklu lengra bil, um ein
alin, niðri. Þetta var til mikilla hlýinda í baðstofunni í vetrarkuldunum,