Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 50
46
MULAÞING
enda til þess gert. Þegar voraði, voru ytri gluggarnir teknir frá aftur og
geymdir uppi á stofulofti yfir sumarið.
Undir baðstofunni var kjallari, fjósið, þar sem kýrnar voru hafðar á
vetrum. Var þess vegna hlýrra í pilthúsi og „húsi“ en búast mátti við,
því að þar var enginn ofn.
Allir veggir fjóssins voru sérstaklega vel hlaðnir úr grjóti. Við norður-
vegg voru fjórir básar hlið við hlið, og voru jötur næst vegg. Trébálkar
voru milli bása. Var flórinn alfur hellufagður. Kálfastía var austast, við
enda flórsins. Tröð (stétt) var eftir endilöngu fjósinu milli flórsins og
suðurveggjar. Frá henni miðri var alfstórt útskot til suðurs, undir bæj-
arvegg. Þar stóð m. a. vatnstunnan. Var í hana rennt vatninu handa
kúnum utan frá, gegnum trérennu. Austan við rennuopið úti var tveggja
rúðna gluggi niðri við jörð, og hallaði gfuggaskoti mikið frá honum niður
á við. Þó að gluggi þessi væri ekki stór, bar hann allgóða birtu í miðhluta
fjóssins, en minna til hliðanna.
Stigi fá úr pilthúsi (aftan við rúmstæðið við suðurhfið) niður á tröðina í
fjósinu. Var rammlegur hleri á hjörum yfir lúgugati, og féll hann þétt í
falsa, svo að lítt gætti fjósalofts í pilthúsi nema lúgugat væri opið. Þessa
leið fóru konur til mjalta, og var mjófkin borin í tréskjólum (fötum) upp
stigann og fram í búr, þar sem skilvindan var.
Útidyr voru vestan til á fjósinu mót suðri, beint fram (suður) af „hús-
glugga“, en í nokkurri fjarlægð frá honum. Frá útidyrum þessum lá
gangur, með hallandi þrepum hið ytra, niður í fjósið. Hurð var fyrir
ganginum fjósmegin, og önnur í miðjum gangi. Utidyr á fjósgangi þess-
um hölluðust það mikið, að útidyrahurð féD í falsa án hjara og loku og
haggaðist ekki, þó mikið blési. Þarna fóru kýrnar út á vorin og inn á
haustin. Inn um þennan gang var fóður kúnna borið í kláfum (heymeis-
um), en síðari ár í pokum, og þarna út var aftur borið í kassa það, sem
frá kúnum kom, nema mjólkin. Kýrnar voru aldrei hafðar í þessu fjósi á
sumrin. Þá voru þær hýstar í hesthúsi, er stóð æði spöl norðaustur frá
bænum.
Nœstsyðsta húsalengjan
Portbyggðar ,,bæjardyr“, þ. e. bæjardyrahús, voru austast í næstsyðstu
húsalengjunni, með útidyr fram á hlaðið. Lítill gluggi var á þeim sunnan
dyra.
Yfir bæjardyrum var svokallað dyraloft, með glugga á stafni fram á
hlaðið. Þar var eitt fastarúm við suðurhlið, borð undir glugga, og inn-