Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 54
50
MULAÞING
þeirra var sortulyngslögur, sem notaður var til að lita skinn, en í hina
tunnuna var safnað keytu, sem notuð var við ullarþvottinn á vorin.
Næst tunnum þessum að vestan voru dyr inn í kamarinn, sem var í
nyrztu húsalengjunni. A gólfínu framan við dyr þessar var rennuop,
sem öllu skólpi var hellt í, og rann það eftir niðurgrafínni skólprennu í
kamarkjallarann.
Tveir, stórir strompar voru á eldhúsinu, og var annar þeirra yfír
hlóðum. Var þó stundum mikill reykur í eldhúsinu, t. d. þegar „sló
ofan í“ strompinn í hvassviðri og þegar kjöt var reykt á haustin. Botn-
lausar smátunnur voru hafðar innan í strompunum og torfí hlaðið utan
um þær.
Kjöt og fleira, sem reykja átti, hékk uppi í rjáfrinu í innri (vestari)
hluta eldhússins, en framar héngu kindabjórar og stórgripahúðir, sem
notuð voru til skógerðar. Var ekki laust við það, að börn tryðu því, að
uppi í eldhúsrjáfrinu héldu jólasveinarnir til fyrir jóhn.
Vegna þess að torfveggur var ekki milli búrs og eldhúss, var þar
nokkurt bil milli eldhúsþils og stoða, er báru uppi lausholt (staflægju)
eldhússins, sem sperrur og raftar hvíldu á. Þar vildi leka, þegar snjór
hlánaði í sundinu yfír, og í mikilli rigningartíð. Þar voru því ekki
geymdir búshlutir, sem ekki máttu blotna. I eldhúsi höfðu hundar jafn-
an aðsetur og átu mat sinn þar.
Nyrzta húsalengjan
I nyrztu húsalengjunni var hesthús austast, og dyr á því nyrzt á þihnu
fram á hlaðið. Tveggja rúðna gluggi var til hhðar við dyrnar og annar
jafnstór gluggi ofar. Fast loft var ekki í hesthúsinu, en borðviður var
geymdur ofan á bitunum og myndaði raunar loft að hluta, þar sem
geyma mátti ýmislegt. Þessi borð voru ætluð í líkkistur, ef einhver dæi
á heimilinu, því að langt var með aðdrætti úr kaupstað, og sérstakJega
gat það verið erfítt að vetrarlagi. Það kom og fyrir, að nágrannar fengu
borð þessi að láni, ef dauðsfall bar að og ástæður voru erfiðar til að-
drátta.
Stallur var við vesturgafl hesthússins og dyr úr honum inn í heyhföð-
una. I þessu hesthúsi voru einkum hafðir reiðhestar og aðrir hestar,
sem hafa þurfti á skaflajárnum á veturna. Var hægt að hafa þar þrjá
hesta.
Yfír hesthúsdyrunum úti var fest snoturt rislaga, lítið hús með gleri
að framan (lengd 27,5 cm, hæð undir ris 21,3 cm og dýpt 7,5 cm). Inni í