Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 55
MULAÞING
51
Hesturinn í húsinu, sem var fyrir ofan hesthúsdymar í Gunnhildargerði.
því var bleikur tréhestur, sem virtist eftir fótaburði að dæma og allri
sköpun og reisn vera mikill gæðingur. Þetta var mjög vel gerður gripur,
og okkur krökkunum fannst hann listaverk. Þótt hestur þessi virtist
hlaupalegur, hafði hann þó ekki gert víðreist. Hann hafði aðeins farið
eina bæjarleið. Sigmundur Jónsson, faðir okkar systkina og bóndi í
Gunnhildargerði, hafði fyrr á árum vanað fola fyrir nágranna sína.
Unglingspiltur á næsta bæ, Kirkjubæ, fékk Sigmund til að vana fola,
sem hann átti, en svo illa tókst til, að stuttu síðar drapst fohnn, og var
vönuninni um kennt. Bætti þá Sigmundur piltinum skaðann með því að
láta hann hafa annan fola. Ekki fara sögur af því, hvort sá foli var
jafngóður þeim, sem drepizt hafði, en nokkru síðar færði pilturinn Sig-
mundi þennan bleika hest, sem hann hafði smíðað sjálfur. Smíði hests-
ins ber vitni um sérstakan hagleik og hstamannshæfileika. Pilturinn
lagði þó ekki stund á nám í þeirri grein, heldur hóf annað nám og varð
síðar kunnur meðal þjóðarinnar. Þetta var Þorsteinn Gíslason, ritstjóri
og skáld, og er hesturinn nú kominn í eigu eins sonar hans.
Heyhlaða var næst hesthúsinu að vestan. Var baggagat, venjulega
nefnt vindauga, sunnan á þekju hennar, og var því erfitt að koma hleyi í
hana. Venjulega var látið í hana gott hey, jafnvel taða og há.
Vestan við hlöðuna var torfstafn, og hinum megin við hann var kam-
arinn. Var hann óþarflega stór. Timburgólf var í honum, og tréseta í