Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 57
MULAÞING
53
með járnsveif á öðrum enda. Löng keðjufesti úr járni var fest við viðar-
ásinn, og í hinn enda festarinnar var njörvuð tréskjóla, sem með hjálp
sveifarinnar var notuð til að hala vatnið upp úr brunninum. Vaíðist þá
festin ýmist ofan af viðarásnum eða utan um hann, eftir því hvort fatan
fór niður í brunninn eða upp.
Annar brunnur var í mýrinni neðan (austan) við bæinn. Var hann ekki
djúpur, og auðveldara að sækja vatn í hann. Brunnhús með torfþaki var
við þennan brunn, þó ekki alveg yfir honum, þegar ég man eftir mér.
Verst var, að í hvorugum brunninum var gott vatn, en þó oftast betra í
þeim síðarnefnda.
Á veturna þraut stundum vatn bæði í Bæjarlæk og brunnum þessum.
Þá þurfti að aka bæjarvatninu í tunnu á sleða úr lind, sem sjaldan þraut
vatn í. Var hún neðan við Hlíðina, sem er fyrir ofan (vestan) bæinn, æði
langt frá honum, niður af s. k. Svartakletti.
Þriðji brunnurinn var alllangt framan (sunnan) við bæinn, rétt vestan
við Kirkjusund, sem svo var kallað. Þar var gott uppsprettuvatn, og
talið að það þryti aldrei. Síðar, árið 1944, var lögð vatnsleiðsla úr þeim
brunni heim í bæ og gripahús.
Gripahús
Vestan við bæinn voru þrjú fjárhús samhliða á Bæjarhólnum, og sneru
dyr þeirra í suður. Þau voru kölluð Lambhús, því að í þeim voru lömbin
höfð á veturna. Húsið, sem næst var bænum, var kallað Austurkofi, það
næsta við hann Miðhús, en húsið, sem vestast var, nefndist Norður-
kofi.1 Fjarlægð milli bæjar og Lambhúsa var um 10-12 metrar. Stór
hlaða var við norðurstafna Lambhúsanna og úr henni gengið fram í
garða allra húsanna. Þessi hús voru fremur lítil, hafa varla tekið meira
en 80-90 lömb á garða.
Betra hey var jafnan látið í Lambhúshlöðuna en við önnur fjárhús, til
þess að lömbin döfnuðu vel. Mörg þeirra voru fráfærnalömb og því
minni og rýrari en dilkarnir.
Norð-norðvestur af bænum var fjárhús, sem hét Móhús. Sneru dyr
þess í austur, en vestan við það var hlaða, kölluð Móhúshlaða. Eins og
nafnið bendir til, hefur fjárhús þetta upprunalega verið byggt utan túns
í óræktuðum mó, en búið var að rækta tún allt í kringum það og slétta að
mestu.
1 A Fljötsdalshéraði var vesturátt (eða vest-norðvestur) yfirleitt nefnd „norður“, en sjálf
norðuráttin (eða norð-norðaustur) „út“.