Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 59
MULAÞING
55
Kvíar
Kvíar voru byggðar (hlaðnar) í mónum talsvert norðar en Hrútakofínn
var. Var mórinn frá túninu að kvíunum stunginn upp og slettaður, og
eftir allmörg ár varð sá blettur að túni.
Aður hafði staðið fjárrétt vestan við gamlan túngarð, sem hlaðinn
hafði verið vestan við túnið, skammt frá hlíðarbrekkunni. Hluti af þeirri
fjárrétt hafði áður verið kvíar. Síðar var þessari rétt þreytt í sáðgarð.
Voru þar einkum ræktaðar gulrófur.
Mylla
Mylla var uppi á Hlíðinni, suðvestur frá bænum. Þar rann Myllulækur-
inn og myndaði foss nokkru neðar niður Hlíðina.
Ur Myllulæknum var veitt vatni eftir skurði að myllunni. Rann vatnið
undir hana og sneri myllukarlinum, sem var með nokkrum spöðum
neðarlega. Þaðan rann vatnið áfram niður í lækinn. Man ég vel eftir,
þegar malað var í myllunni, og þótti mér það mesta furðuverk. Svo var
hætt að nota mylluna, og þá féll hún smámsaman fyrir tímans tönn.
Suðvestur af myllunni var hvammur, Myllubotninn.
Túri og matjurtagarðar
I Gjörðabók fasteignamatsnefndar í Norður-Múlasýslu 1917 stendur:
„Túnið er talið 256 arar að stærð, fremur snögglent og brunahætt með
köflum. Allt þýft nema um 64 arar, sem sléttaðir hafa verið. Gefur af
sér í meðalári 60 hesta. Matjurtagarðar um 300 m2, uppskera óviss.“
256 arar eru rúmlega 2,5 hektarar eða 8,0 dagsláttur. Samkvæmt
ofanskráðu hafði aðeins 1U hluti þess verið sléttaður árið 1917. Eg get
ekki með neinum rökum rengt, að það sé rétt. Þó fínnst mér, að slétt-
urnar hafí verið mun stærri hluti túns.
Sumarið 1919 voru mæld tún og matjurtagarðar á öllum bæjum í
Norður-Múlasýslu og kort gerð af þeim. Þessi kort voru send heim á
bæina, og er kortið frá Gunnhildargerði varðveitt enn. Túnið í Gunn-
hildargerði er þar talið vera 3,7 hektarar (11,6 dagsláttur) og matjurta-
garðar 793 m2.
Mælingamaður var Lúðvík Schou Emilsson, búfræðingur, og honum
til aðstoðar var Friðrik Jónasson frá Breiðavaði, þá 12 ára gamall, síðar
kennari í Reykjavík og víðar.