Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Qupperneq 60
56
MÚLAÞING
Aukin stærð matjurtagarða stafar m. a. af því, að vorið 1917 var
gerður allstór sáðgarður sunnan við Lambhúsin. Hallaði honum mikið
til suðurs niður hólbrekkuna. Var hann þannig í góðu skjóli fyrir norð-
anáttinni, og fékkst oft úr honum góð kartöfluuppskera.
Sú aukning túns, sem virðist hafa orðið á aðeins tveimur árum, verð-
ur varla skýrð á annan hátt en að önnur hvor talan frá árunum 1917 og
1919 sé röng, sennilega þá hin fyrri, sem gæti hafa verið enn eldri.
Lokaorð
Við þessa bæjar- og húsalýsingu hefi ég notið aðstoðar Guðlaugar, syst-
ur minnar. Höfum við jafnan borið saman bækur okkar um flest, sem
máli skiptir. Guðlaug er tíu árum eldri en ég, fæddist árið 1895, og man
því lengra aftur í tímann en ég og er mér miklu fróðari um margt, sem
hér er fjallað um, enda stálminnug ennþá. Hún man margt frá gömlum
tíma, sem ég vissi ekki áður eða mundi ekki, bæði það sem hún reyndi
sjálf og það sem henni var sagt ungri. Guðlaug var tíu ára gömul, þegar
gömlu baðstofunni í Gunnhildargerði var lyft, hún rétt af og aukið við
hana einu stafgólfi árið 1905. Man Guðlaug vel þær framkvæmdir.
Þakka ég henni allan stuðning við þessa ritsmíð, sem hefur verið mér
ómetanlegur.
Fáein atriði hefi ég ennfremur borið undir mágkonu mína, Onnu
Ólafsdóttur, ekkju Jóns bróður míns, en þau Jón og Anna bjuggu í
Gunnhildargerði frá árinu 1926. Þakka ég Önnu það sem hún hefur lagt
til mála.
Ennfremur þakka ég sonum mínum þrem þeirra hlut, Rúnari, sem
gerði teikningar af bænum, og Baldri, sem vélritaði handrit og ásamt
Sigmundi las það yfir og benti á atriði, sem betur máttu fara.
Framanskráð lýsing gamla bæjarins í Gunnhildargerði og gripahúsa
þar finnst mér hefði þurft að vera bæði betri og nákvæmari, en þá hefði
þetta orðið lengra mál en ég ætlaði í upphafi. Sérstaklega torveldaði það
verkið, að sléttað hefur verið yfir allt bæjarstæðið.
HEIMILDASKRÁ
Gjörðabók fasteignamatsnefndar í Norður-Múlasýslu 1917 og 1918 (Jarðamat 1918 eða
,,F'18“).
Hænir, 3. árg., 29. tbl., Seyðisfirði 11. júlí 1925.
Jarða- og ábúendatal í Norður-Múlasýslu 1732.