Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 62
STEFAN BJARNASON
Tveir frásöguþættir
Villa á Breiðdalsheiði
Arni Bjarnason frá Borg í Skriðdal bjó á Hátúnnm í sömu sveit í fjórtán
ár.
Það var veturinn 1952 að Árni þurfti að fara suður í Breiðdal að sækja
útvarpstæki er Kristín mágkona hans átti þar. Þetta var nokkuð stórt
tæki með sambyggðri rafhlöðu, þó nokkur baggi. Hann óraði ekki fyrir
að þessi ferð yrði honum jafnerfið og minnisstæð sem raun bar vitni og
síðar greinir.
Árni lagði á stað frá Hátúnum eftir hádegi og fór stystu leið, því hann
var henni kunnugur. Liggur hún inn Hátúnadal og suður yfir Múlann,
sem er á að giska í 500 metra hæð. Síðan lá leið hans yfir Suðurdal sem
er ekki breiður þar innfrá. Þá lagði hann til Breiðdalsheiðar sem er í
álíka hæð og Múlinn. Snjór var mikill en gott gangfæri.
Segir nú ekki af ferð hans fyrr en hann kemur að Þorgrímsstöðum í
Breiðdal um kvöldið. Fékk hann þar góðar viðtökur, enda heimilið róm-
að fyrir gestrisni. Þegar Árni fór að grennslast eftir áðurnefndu viðtæki
kom í ljós, að það var úti í Höskuldsstaðaseli, en þangað er alllöng
bæjarleið.
Eftir að Árni hafði þegið góðan beina og hvílt sig á Þorgrímsstöðum
fór hann um kvöldið út að Höskuldsstaðaseli, sótti tækið og fór aftur inn
að Þorgrímsstöðum til gistingar.
Morguninn eftir var dimmt í lofti og snjómugga. Bjóst Árni samt til
ferðar. Benedikt Hjartarson á Þorgrímsstöðum, gætinn maður og veður-
glöggur, latti hann mjög, þótti honum veðurútlitið ótryggt. Árni lét þó
ekki letja sig, hefur vafalaust hugsað og jafnvel sagt: heim vil eg. Hann
lagði nú af stað til Breiðdalsheiðar með viðtækið á bakinu.
Segir ekki af ferð hans fyrr en hann kemur upp í svokallaða Þröng
sem er lægri brún á heiðinni að sunnanverðu. Er þá komin moksnjó-
koma, logn og koldimmt. Á svonefndri Tjarnarflöt er því sem næst