Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 64
60
MULAÞING
stund og hvíldi sig. Bergþór fylgdi honum síðan upp á Hálsamót, en það
er smáslakki í múlanum á milli Norðurdals og Suðurdals. Var nú stutt
leið eftir niður fjallið og inn með því heim að Hátúnum.
Beitarhúsaferð
Bjarni Björnsson á Borg í Skriðdal hafði stórt fjárbú, enda var Borg góð
sauðjörð. Bjarni notaði mikið beitina og gaf síldarmjöl með, eftir að það
kom, og sparaði hey því heyskapur var frekar erfiður og langsóttur.
Hafði Bjarni fé á beitarhúsum sem voru alllangt fyrir innan Borg. Var
talinn 40 mínútna gangur á þau í góðu. Þarna voru tvö fjárhús, sam-
byggð, sem tóku 120-130 fjár og heyhlaða við þau. A þessi beitarhús
var Árni Bjarnason sendur og segir hann nú sjálfur frá:
— Eg var á sextánda árinu veturinn 1931. Það var annan sunnudag í
góu að pabbi bað Stefán bróður minn, sem var þremur árum eldri en ég,
að fara út í Stóra-Sandfell og sækja Bergþór bróður sem var þar á
barnaskóla. Þetta var snemma morguns í góðu veðri. En mig sendi
hann inn á beitarhús. Mamma gaf mér nesti því ég átti að vera hjá ánum
um daginn uppi á Hnútuhjöllum sem eru uppi í miðju fjalli.
Fer ég nú inn á beitarhús og hef Freyju með mér, en það var fjártík
sem Stefán átti. Þegar ég kem inn á húsin finnst mér vera að kólna í
veðri svo mér dettur í hug að gefa ánum heytuggu, en það átti ég ekki að
gera heldur reka þær á beit. Ætla ég nú að lofa þeim að liggja smástund
og fer með nestispakkann inn í hlöðu og ætla að fá mér smábita. I
pakkanum var feitur bringukollsbiti, sviðakjammi upp úr súru, rúg-
brauð og smjör. Leið nú ekki nema hálftími þar til ég hugðist láta ærnar
út. Er þá komin glórulaus stórhríð og er veðrið svo brjálað að ég sá
aðeins öðru hvoru í girðingarstaura sem voru u. þ. b. 20 m frá húsdyr-
unum. Fór ég nú að bæta heyi á garðana og gá til veðurs öðru hvoru en
hríðin var alltaf jafn svört.
Tíminn leið en heim vildi ég komast fyrir myrkur. Bjó ég mig til
heimferðar, kallaði á Freyju, en hún lá í bæli sínu sem var undir lausa-
garða fremst í öðru húsinu. Gekk ég vel frá dyrunum, sem ég fór út um,
og lagði á stað út í bylinn, sem stóð beint í fangið; en Freyja vildi ekki
koma með. Ég gerði a. m. k. þrjár tilraunir en Freyja kúrði sig niður við
dyrnar hvernig sem ég reyndi að kjassa hana með mér. Veðrið var svo
vont að ég náði varla andanum, enda hrökklaðist ég inn í húsin aftur
með Freyju á hælunum. Fór ég inn í hlöðu, tók niður hey í dálítinn bing,