Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 67
MÚLAÞING
63
Á Hólshúsum bjuggu hjónin Jón Þorsteinsson og Guðrún Högnadóttir
með börnum sínum Olafi og Þorbjörgu. Þessi fjölskylda fluttist til Borg-
arfjarðar um vorið og bjuggu þau Jón og Guðrún eftir það, og síðan
Ólafur sonur þeirra, allan sinn búskap á Gilsárvöllum, en Þorbjörg er
húsfreyja í Geitavík. Við þennan búferlaflutning fóru Hólshús í eyði.
Á Dallandi hafði einn þeirra Húsavíkurbræðra, Kristinn Þorsteins-
son, byrjað búskap árið 1941 ásamt konu sinni Sveinbjörgu Sveinsdótt-
ur og voru þrír elstu synir þeirra hjóna fæddir þegar hér er komið sögu.
Þangað fluttist þetta vor í vinnumennsku Jón bróðir Kristins og var
hann kominn að Dallandi er þeir atburðir urðu er senn verður frá greint.
Á Dallandsparti bjó Sveinbjörn Björnsson og hjá honum var móðir
hans, Ólöf Jóhannesdóttir, hnigin að aldri, einnig bróðursonur Svein-
björns liðlega fermdur.
Af upptalningu þessari má sjá að í Húsavík allri voru 24 manns heim-
ilisfastir vorið 1943.
Þeir Húsavíkurbræður höfðu margt fjár og var sá háttur þeirra að
sleppa fé sínu af húsi, lengri eða skemmri tíma, um vetur og vor þegar
beit var nóg og tíð hagfelld og taka það aftur á hús er að herti á ný. Þeir
áttu hraust fé og duglegt, ræktuðu upp háfættan stofn, afburða frjósam-
an. Þessir búskaparhættir hentuðu vel aðstæðum og landkostum í Vík-
um.
Magnús Þorsteinsson er fæddur í Litluvík 17. mars árið 1910, elstur tólf
barna þeirra hjóna Þorsteins og Ingibjargar, er fyrr getur, og bjuggu í
Litluvík 1909-1931. Það ár fluttist þessi stóra fjölskylda til Húsavíkur.
Tóku þá elstu bræðurnir við búsforráðum og mynduðu félagsbú það sem
fyrr er nefnt.
Árið 1953 fluttist Magnús norður í Bakkagerðisþorp. Þar reisti hann
skömmu síðar íbúðarhús er hann nefndi Hátún og býr í ásamt konu
sinni Þorbjörgu Sveinsdóttur, en fjárhús og hlöðu byggði hann skammt
innan við þorpið. Þar hafði hann til skamms tíma snoturt fjárbú með
upprekstri í Brúnavík, en heilsubrestur hefur hin síðari ár bannað hon-
um búskaparumsvif.
Engir núlifandi menn munu eiga fleiri spor við fé í Víkum en Magnús
Þorsteinsson og oft varð hann að taka á útsjónarsemi og þrautseigju
sinni allri við búskapinn. Þekkt er sagan um mánaðar útilegu hans með
130 fjár vorið 1951 — vorið eftir óþurrkasumarið mikla. Þá sögu skráði
Halldór Ármannsson á Snotrunesi og birtist hún í nóvemberblaði Heima