Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 68
64
MULAÞING
er bezt 1959. Útdráttur úr þeirri sögu er prentaður í ritinu Sveitir og
jarðir í Múlaþingi II. bindi bls. 434-35.
Þótt Magnús í Hátúni sé hættur búskap er hann fjármaður áfram í
hug og hjarta — fjármaður og Víknamaður.
Og hér tekur frásögn hans við:
Vorið 1943 hafði verið allgott þótt ekki yrði tiltakanlega snemmgróið
en þó var gróður nokkuð farinn að lifna upp úr mánaðamótunum apríl -
maí. Við í Heima-Húsavík höfðum sleppt fénu laust fyrir sumarmálin og
hafði það dreift sér út norðan víkurinnar, um Herjólfsvík og allt til
Litluvíkur.
Nú stóð svo á að mislingar höfðu borist til Húsavíkur þetta vor, en þá
hafði enginn, sem í víkinni var, fengið áður nema eldra fólkið á Hóls-
húsum og Dallandsparti. Heima hjá okkur hafði kvenfólkið allt, svo og
faðir minn, smitast í fyrstu umferð og þegar hér var komið sögu, hálfan
mánuð af sumri, lá þetta fólk mikið veikt. Við bræðurnir höfðum hins
vegar sloppið við að smitast strax og var það okkar lán eins og síðar mun
ljóst verða.
A fimmtudaginn hálfan mánuð af sumri, var komin norðaustanátt
með éljagangi. Var þá smalað að fénu um Skálanesheiði, Herjólfsvík og
Litluvík. Var fénu smalað innan af Herjólfsvík og út að sjónum, úr
Litluvík var því smalað suður á Herjólfsvík og af Skálanesheiði niður á
Skálanes.
Daginn eftir, föstudag, var veður óbreytt og féð því látið afskipta-
laust.
Á laugardaginn hafði veðrið heldur versnað og því fóru þeir til fjárins
bræður mínir Gunnþór og Olafur sem vinnumaður var hjá okkur. Fór
Gunnþór norður á Herjólfsvík en Ólafur út á Skálanes. Þeir smöluðu að
fénu eftir því sem með þurfti og stóðu yfir því um daginn til að halda því
á beit.
Á sunnudagsmorguninn hafði veðrið enn versnað og fór ört versn-
andi. Þennan morgun fóru þeir Gunnþór og Ólafur til að vera yfir fénu
eins og daginn áður. Veðrið herti mjög eftir því sem á daginn leið og er
Ólafur kom heim um klukkan fjögur máttu Skálanesskriður heita ófær-
ar og sjáanlega í uppgangi ofsa norðaustanbrim. Gunnþór kom heim
nokkru síðar frá fénu sem var á Herjólfsvík.
Skálanesskriður, sem hér eru nefndar, eru eins og nafnið bendir til
snarbrött, skriðurunnin hlíð með sjónum. Um þær liggja götutroðningar
fremur neðarlega.