Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 72

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 72
68 MÚLAÞING gengi. Þó haföi ég geymt af nesti mínu svo sem svaraði einum munnbita og átti ég hann enn eftir. Nú er það svo að þegar menn komast í nokkurn krappan dans á einn eða annan hátt gleymast jafnvel sultur og önnur Hkamleg óþægindi meðan á stendur en segja þeim mun betur til sín þegar um hægist, enda fann ég ekki til svengdar að neinu ráði fyrr en ég hafði náð fénu upp frá sjónum á Herjólfsvík. En sem ég stóð þarna yfir hópnum fann ég að ég var orðinn bæði þreyttur og hungraður. Sló þá að mér nokkrum kvíða fyrir því að ég ætti ekki eftir þrek til að komast til bæjar. Langaði mig mjög til að stinga upp í mig bitanum meðan ég stóð yfir fénu en stiilti mig þó um það þar til um leið og ég lagði af stað heim. Um klukkan hálf ellefu lagði ég af stað heimleiðis. Hafði þá svo dregið úr veðri og brimi að ég taldi hættulaust að fara frá fénu. Ekki varð farin nein venjuleg leið sökum ófærðar. Fór ég upp í svokallað Hvammsskarð, sem er yst á röðunum sunnanvert við Herjólfsvík, og síðan inn háeggjarnar, en af þeim hafði nokkuð amað snjó, og inn á alfaraleiðina milli Herjólfsvíkur og Húsavíkur. Þegar ég sá ofan í Húsavíkina þá alveg blöskraði mér að sjá snjóinn því hvergi sá á dökkan díl nema bæina, hvergi á stein né hæð. Er ég kom inn á Rauðatind, sem er að heita má upp af Húsavíkurbænum, var ég í miklum vafa hvort ég ætti að leggja í að fara niður hann vegna þess hve snjórinn var þar feikna mikill og gífurleg snjóflóðahætta. Þó varð það úr enda treysti ég mér ekki til að taka á mig krók og fara innar, bæði vegna þreytu og ófærðar, þótt það væri hættuminni leið. Hélt ég svo niður Rauðatind og frá því að ég lagði af stað af brúninni fann ég hvergi til jarðar fyrr en ég kom á bakkana yst á Húsavíkurtúninu, svo mikil var ófærðin. Það var tilgangslaust að reyna að kafa því hvergi var botn að finna, ég gerði ýmist að skríða eða velta mér. Heim var ég kominn klukkan tvö og hafði þá verið hálfan fjórða tíma á leiðinni að norðan, vegalengd sem er u. þ. b. klukkutíma gangur að öllu jöfnu. Þó bjargaði það mér að snjó hafði amað af eggjunum. Hefði jöfn ófærð verið alla leið hefði ég ekki haft mig til bæjar. Hver var svo árangur erfiðisins? Það vissum við náttúrlega ekki til fulls fyrr en síðar er féð var talið, en þá kom í ljós að tvær ær vantaði. Hafa þær báðar farið í sjóinn. Á sauðinn hefur áður verið minnst. Hefðum við hins vegar ekki komist úteftir til að ná fénu úr fjörunum mun ekki ofætlað að meiri hluti þess hefði farið í sjóinn. Ekki virtist féð bíða alvarlegan hnekki við þetta áhlaup. Vil ég geta þess til marks um hreysti og dugnað Húsavíkurfjár-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.