Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 72
68
MÚLAÞING
gengi. Þó haföi ég geymt af nesti mínu svo sem svaraði einum munnbita
og átti ég hann enn eftir.
Nú er það svo að þegar menn komast í nokkurn krappan dans á einn
eða annan hátt gleymast jafnvel sultur og önnur Hkamleg óþægindi
meðan á stendur en segja þeim mun betur til sín þegar um hægist, enda
fann ég ekki til svengdar að neinu ráði fyrr en ég hafði náð fénu upp frá
sjónum á Herjólfsvík. En sem ég stóð þarna yfir hópnum fann ég að ég
var orðinn bæði þreyttur og hungraður. Sló þá að mér nokkrum kvíða
fyrir því að ég ætti ekki eftir þrek til að komast til bæjar. Langaði mig
mjög til að stinga upp í mig bitanum meðan ég stóð yfir fénu en stiilti
mig þó um það þar til um leið og ég lagði af stað heim.
Um klukkan hálf ellefu lagði ég af stað heimleiðis. Hafði þá svo
dregið úr veðri og brimi að ég taldi hættulaust að fara frá fénu. Ekki
varð farin nein venjuleg leið sökum ófærðar. Fór ég upp í svokallað
Hvammsskarð, sem er yst á röðunum sunnanvert við Herjólfsvík, og
síðan inn háeggjarnar, en af þeim hafði nokkuð amað snjó, og inn á
alfaraleiðina milli Herjólfsvíkur og Húsavíkur.
Þegar ég sá ofan í Húsavíkina þá alveg blöskraði mér að sjá snjóinn
því hvergi sá á dökkan díl nema bæina, hvergi á stein né hæð. Er ég
kom inn á Rauðatind, sem er að heita má upp af Húsavíkurbænum, var
ég í miklum vafa hvort ég ætti að leggja í að fara niður hann vegna þess
hve snjórinn var þar feikna mikill og gífurleg snjóflóðahætta. Þó varð
það úr enda treysti ég mér ekki til að taka á mig krók og fara innar, bæði
vegna þreytu og ófærðar, þótt það væri hættuminni leið. Hélt ég svo
niður Rauðatind og frá því að ég lagði af stað af brúninni fann ég hvergi
til jarðar fyrr en ég kom á bakkana yst á Húsavíkurtúninu, svo mikil var
ófærðin. Það var tilgangslaust að reyna að kafa því hvergi var botn að
finna, ég gerði ýmist að skríða eða velta mér. Heim var ég kominn
klukkan tvö og hafði þá verið hálfan fjórða tíma á leiðinni að norðan,
vegalengd sem er u. þ. b. klukkutíma gangur að öllu jöfnu. Þó bjargaði
það mér að snjó hafði amað af eggjunum. Hefði jöfn ófærð verið alla leið
hefði ég ekki haft mig til bæjar.
Hver var svo árangur erfiðisins?
Það vissum við náttúrlega ekki til fulls fyrr en síðar er féð var talið, en
þá kom í ljós að tvær ær vantaði. Hafa þær báðar farið í sjóinn. Á
sauðinn hefur áður verið minnst. Hefðum við hins vegar ekki komist
úteftir til að ná fénu úr fjörunum mun ekki ofætlað að meiri hluti þess
hefði farið í sjóinn. Ekki virtist féð bíða alvarlegan hnekki við þetta
áhlaup. Vil ég geta þess til marks um hreysti og dugnað Húsavíkurfjár-