Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 74
DAGMAR HALLGRÍMSDÓTTIR
Litli Bleikur
Sumarið 1919, þegar ég var 14 ára, fékk ég leyfi til að fara ríðandi til
Norðfjarðar með stúlku sem Guðfinna hét, 17-18 ára að aldri og átti
hún foreldra búsetta í Neskaupstað. Eg átti líka skyldfólk í Norðfirði,
t. d. móðursystur í Neskaupstað og ömmubróður sem bjó inni í sveit.
Hann hét Haraldur og bærinn því skrýtna nafni — Tandrastaðir. Ferð-
inni var því heitið á báða þessa staði.
Haraldur kom oft í heimsókn til okkar á Eskifirði og er mér mjög
minnisstæður, rauðbirkinn hnellinn karl sem talsvert gustaði af bæði í
fasi og talsmáta. Og svo kom hann alltaf ríðandi, og þá gáfust þau fáu
tækifæri okkar systkina til að koma á hestbak. Þetta voru því eftir-
minnilegir dagar sem hann var um kyrrt hjá okkur og ég hlakkaði mikið
til að heimsækja hann.
Eg fékk lánaðan hest hjá Þórólfi Péturssyni sem þá bjó á Stekkshjá-
leigu sem er rétt utan við Eskifjörð. Bleikur var nafn hans, oftast þó
kallaður litli Bleikur.
Það er nú svo merkilegt, að oft þegar ég hef verið að lesa um eða
heyrt sagt frá afrekum hesta bæði fyrr og síðar, að þá hef ég hugsað sem
svo: Ætli þetta séu nokkuð merkilegri hestar en hann Bleikur litli á
Stekk. Hann var oftast kallaður litli Bleikur, hann var svo smávaxinn,
og hann var víst ekkert fallegur og enginn gæðingur, en hann var róleg-
ur og traustur svo óhætt var fyrir óvana að setjast á bak á honum. Og
þar með er ég komin að aðaltilefni þessarar frásagnar, að segja frá því
hvernig þessi litli vinur minn hafði vit fyrir tveimur stelpukjánum sem
þó þóttust færar í flestan sjó.
Yið lögðum af stað á laugardagsmorgni í fegursta ágústveðri, logni og
sólskini, og var því enginn beygur í okkur, en samt var okkur uppálagt
að vera komnar yfir Oddsskarð fyrir myrkur á sunnudag á heimleið. Á
þessum tíma reið kvenfólk í söðli og í dragsíðu reiðpilsi. Ég man að mér