Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 76

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 76
72 MÚLAÞING þarna. Hún sagði aftur á móti að þar hefði ekki verið kveikt ljós allt kvöldið, en nú skyldum við vera í nótt. Þáðum við það fegins hugar. Við háttuðum ofan í rúm sín hjá hvorri stúlkunni. Gott var að komast ofan í hlýjuna, og fann ég þá best hvað mér var orðið kalt, en mér hitnaði íljótt og svaf vært til morguns. Mín stúlka hét Bjarney Olafsdóttir, og fluttist hún nokkru síðar til Eskifjarðar. Hittumst við þá oft — og alltaf fann ég ylinn frá henni streyma á móti mér. Það var og er góð endurminning. Eftir allan þokusuddann og myrkur um kvöldið vaknaði maður við glaðasólskin og heiðan himin að morgni, og voru nú hafðar hraðar hend- ur við að komast af stað heim á leið. I þeim svifum sem við erum að stíga á bak hestunum kemur þeysiríðandi maður í hlaðið í Seldal. Þar var kominn Þorbergur Guðmundsson frá Neskaupstað. Hann átti ann- álaða gæðinga og sást sjaldan öðruvísi en á fleygiferð. Hann kom oft til Eskifjarðar, því þar átti hann systur. Þekktu víst flestir hann á reiðlag- inu. Húsfreyjan kvaddi okkur með þeim orðum að Þorbergur væri að fara til Eskifjarðar og hann ætlaði að verða okkur samferða yfir skarðið. En svo bætti hún við: „Þið hefðuð átt að láta hann Bieik ráða ferðinni í gærkvöldi, hann ratar hérna á milli.“ Þetta var rétt hjá Guðríði í Seldal. Þegar við komum upp á skarðið sá ég það. A háskarðinu þekkti ég nokkuð stóran stein sem við Bleikur höfðum hringsnúist við þegar við urðum ósammála um hvert halda skyldi þangað til sá vægði sem vitið hafði meira. Þá fór hann með okkur heim að Seldal, því það var hann sem rataði að bænum. Þar var ekkert ljós og hvergi annars staðar sjáanlegt. Ég hélt það væri ég sem stjómaði ferðinni, en það var hann sem sá um að við værum ekki að þvælast um í þokusudda og myrkri alla nóttina. Þetta er lof mitt um lítinn hest sem var svo ratvís að undrum sætti. Ekki þurfti, þegar heim kom, að skila honum. Bara að taka af honum söðulinn. Svo rölti hann út að Stekk eftir vel unnið starf. Af Þorbergi er það að segja að hann fylgdi okkur yfir Oddsskarð og kenndi mikillar óþolinmæði yfir seinagangi okkar. En þegar á skarðið kom þaut hann á undan niður fjallið Eskifjarðar megin. Mér sýndist hann líkastur stórum svörtum fugli þar til hann hvarf sjónum. Ég var fegin að losna við hann, því hann var alltaf að skipa mér að slá í klárinn, en ég lét sem ég heyrði það ekki. Sem betur fór var fólkið heima ekki hrætt um okkur, því þokan kom svo snemma inn í Eskifjörð að það taldi víst að okkur hefði ekki verið sleppt frá Neskaupstað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.