Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 85
MULAÞING
81
Og kossinn var þeginn af þyrstum vörum,
og þögnin hvíta var brúðarlín.
1 loftinu titraði tíbrá bfsins
og töfraklæðið varð rautt sem vín.
- Og drottinn blessaði börnin sín.
Við Kálfshól
Við Kálfshól á Eyvindarárdal varð á söguöld örlagaatburður er saman
laust í bardaga flokki Helga Asbjarnarsonar og þeim Droplaugarson-
um, Helga og Grími, og fylgdarmönnum þeirra. A þeim fundi féll Helgi
Droplaugarson.
Geng ég um götuslóða.
Greinir svo sagnatal
að hér hafi hist og barist
Héraðsins kappaval,
þar sem rennur Eyrargilsá
í Eyvindardal.
Vex um hæðina hrísið.
Hulin er kappaslóð.
Hlíðin ljómar í litum,
lyngið er rautt sem blóð.
Heyrist í blænum hetjunnar lag
og harmanna ljóð.
Vorkvöld að Eiðum
Hnígur sól að Héraðsflóa,
hlýr úr suðri andar blær.
Vefur sveitir vinarfaðmi
vorsins yndi fjær og nær.
Ljúfur kliður loftið fyllir,
lækjarniður, svanakvak.
Vorið sína strengi stillir.
Stansa maður, hlusta og vak.
Hugann sveipar helgur friður,
hlýtt er nú í vorsins sal,
líkt og hátt af himni niður
hrynji náð í myrkan dal.
Lífsins sterku straumar renna,
stundin líður, tryllt og ör,
enda mega allir kenna
ást og vor í glæsiför.
Múlaþing 6
Lágir móar lyngi prýddir
laugast brátt í þokureyk.
Gamlir ásar skógi skrýddir
skunda með í vorsins leik.
Fram úr runna blómabeði
berst að eyrum þrastamál.
Ölvaður af ást og gleði
einn þar lífsins sýpur skál.
Inn til landsins, upp til heiða
engill nætur móðusæng
yfir dali er að breiða
undir rauðum kvöldsins væng.
Sumarskýja værðarvoðin,
vindalétt og silkimjúk,
sunnan geima, sólu roðin,
svífur yfir Rangárhnjúk.