Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 87
BJORN HAFÞOR GUÐMUNDSSON
Skólasaga Stöðvarfjarðar 1905-1981
Kennslufrœðiritgerð 1982
Ritgerð þessa tileinka ég
minningu föður míns, Guð-
mundar Björnssonar, Vengi,
Stöðvarfirði; f. 15. marz
1920, d. 28. marz 1981, en
hann átti sœti í skólanefnd
Stöðvarhrepps árin 1954—
1981. — B. H. G.
i
Inngangur — Stofnun Stöðvarhrepps
Stöðvarfjörður varð sérstakt hreppsfélag 21. desember 1905, en áður
hafði byggðarlagið verið hluti af Breiðdalshreppi hinum forna. (Saga
sveitarstjórnar II, 122).
Ekki er vitað hvenær Stöðvarfjörður byggðist, en ljóst er að það var
fyrir 930. I Landnámu er því lýst svo:
„Þórhaddr enn gamli var hofgoði í Þrándheimi á Mærifni]. Hann
fýstisk til íslands ok tók áðr ofan hofit ok hafði með sér hofsmoldina
ok súlurnar; en hann kom í Stöðvarfjörð ok lagði Mærina-helgi á allan
fjörðinn ok lét öngu tortíma þar nema kvikfé heimilu. Hann bjó þar
alla ævi, ok eru frá honum Stöðfirðingar komnir.“ (ísl. fornrit I2, 307).
Lítið hef ég getað fundið um sögu byggðarlagsins til forna, en um
1700 eru Stöðvarfjörður og Breiðdalur orðnir eitt hreppsfélag og hefur
það trúlega gerzt löngu fyrr. (Saga sveitarstjórnar I). í Breiðdælu (bls.
viii í formála) segir svo: „Athugasemd: Láðst hefur að geta þess í
byggðarsögunni, að Breiðdalshreppur og Stöðvarfjörður voru frá upp-
hafi (?) og fram á daga núlifandi manna einn hreppur, þótt ávallt væru
sveitirnar tvær kirkjusóknir.“ Ástæðan fyrir sameiningu þessara
byggðarlaga er örugglega ekki sú, að landfræðilega hafi slíkt verið
talið heppilegt, þar sem um illfærar skriður var að fara á nesinu milh
staðanna og yfir há (en þó allgreiðfær) skörð í fjallgarðinum sunnan við
Stöðvarfjörð, væri sú leið valin. Liggur því beinast við að álykta, að
hvorugt byggðarlagið hafi uppfyllt ákvæði Grágásar um fjölda búenda,
þ. e.: „er það löghreppur, er 20 búendur eru í eða fleiri“ og því verið