Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 89
Frá Stöðvarfirði. Súlur fyrir miðju, Mosfell til vinstri og Lambafell til hœgri. A myndinni
sjást túnin á Hvalnesi, sem eru enn nýtt, en bœrinn er kominn í eyði. — Ljósm.: Geir
Pálsson.
Við myndun Stöðvarhrepps er ekki nein sjáanleg breyting á þeirri
kennslu, er þar hafði farið fram. Ekki virðist mér heldur að með
tilkomu fræðslulaganna frá 1907 hafi orðið nein stökkbreyting og er
það ekki óeðlilegt því að nokkru eftir setningu laganna voru „þau
komin að meiru eða minna leyti til framkvæmda í 162 hreppum eftir
2—3 ár og megi vænta að þau verði komin til framkvæmda um land alit
1912.“ (Alþingi og menntamálin, 109).
Þessi nýju fræðslulög ganga á ýmsum sviðum mun lengra en lögin
frá 1880, bæði um hvaða marki 14 ára barn á að hafa náð (2. gr.), en
það á m. a. að hafa lært að lesa móðurmálið, skrifa læsilega og
hreinlega snarhönd, lært í kristnum fræðum það sem heimtað er í
þeirri grein til fermingar. I reikningi á það að kunna að fara með fjórar
höfuðgreinar (samlagning, frádráttur, margföldun, deiling) með heilum
tölum og brotum, reikna flatarmál og rúmmál einfaldra hluta, einnig
hugareikning. Það á að geta notað landabréf og hafa nokkra þekkingu
á náttúru íslands og atvinnuvegum þjóðarinnar ,,og vita hvar álfur
liggja á hnettinum“. Auk þessa á það að hafa lært nokkur einföld
sönglög, einkum íslenzk ættjarðarljóð. Ennfremur á barn 10—14 ára (3.
gr.), er getur sótt fastaskóla að öðlast þá fræðslu í landafræði, sögu