Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Qupperneq 92
88
MULAÞING
Eins og áður segir kenndi Björn Daníelsson svo á sama stað 1907-
1908. Mér hefur ekki tekizt að finna nafn þess (þeirra), er kennslu hafði
með höndum 1904—1907. Vel má vera, að enginn hafi sérstaklega verið
til þess ráðinn, enda ekki bein skylda til þess fyrr en eftir 1907. Vetur-
inn eftir að Björn kenndi réðst Sigurður Björgólfsson til þeirra starfa.
Var hann fæddur á Kömbum við Stöðvarfjörð, síðar lengi á Siglufirði.
(Kennaratal). Mun hann einnig hafa kennt í húsi Carls kaupmanns og á
hans vegum. Isleifur Gíslason og trúlega einnig þeir Björn og Sigurður
munu ennfremur hafa stundað almenn störf hjá Carli á sumrum, t. d.
við slátt og sjómennsku. (A. Þ. og M. Þ.).
II B
Fræðslunefndir — skólanefndir
Fræðslulögin 1907 gera m. a. ráð fyrir (13. gr.) að yfirstjórn fræðslumála
í hverju fræðsluhéraði um sig sé í höndum fræðslunefnda. Hreppsnefnd
tilnefni 1 mann, en 2 séu kosnir á hreppaskilaþingi. (Stjórnartíð. A, nr.
59/1907, 26. gr.). Tel ég nú rétt að víkja aðeins að fræðslunefndum. Mér
virðist, að fyrsta fræðslunefnd Stöðvarhrepps hafi verið kosin 1910 og
setið til 1913. Auðvitað kann að hafa verið kjörin nefnd strax árið 1907
og setið til 1910, þ. e. út kjörtímabilið (þær voru upphaflega kjörnar til
þriggja ára). Ekki veit ég hverjir sátu í fyrstu (eða annarri) nefndinni
nema það, að 25. okt. 1912 er á fyrstu blaðsíðu gjörðabókar fræðslu-
nefndar færður ráðningarsamningur við Valdemar Þórarinsson í Kirkju-
bólsseli fyrir fræðsluárið 1912-1913. Undir samning þennan ritar í um-
boði fræðslunefndar séra Guttormur Vigfússon í Stöð. Þykir mér trú-
legt, að hann hafi verið formaður hennar. Árið 1913 er svo kjörin ný
nefnd skv. gjörðabók fræðslunefndar það ár. í henni sátu: Björn Guð-
mundsson, Bakkagerði (formaður), Jón Björnsson, Kirkjubóli (skrifari)
og Ari Stefánsson, Einarsstöðum (síðar Laufási). Mun ég hér að aftan
birta eins nákvæmlega og mér unnt yfírlit um alla þá, er setið hafa í
fræðslunefndum. (Árið 1926 er hætt að tala um fræðslunefndir og í þess
stað talað um skólanefndir í Stöðvarskólahverfi í gjörðabók fræðslu-
nefndar).
Verkefni fræðslunefnda voru e. t. v. ekki margháttuð, en þeim var
m. a. lögð á herðar sú skylda að ráða kennara, útvega kennsluhúsnæði,
útbúa reikninga til fjárhaldsmanns hreppsins o. fl. Tel ég, að starfi
fræðslunefnda á þessum árum sé bezt lýst með því að birta endurrit af
gjörðum hennar eitt ár, en fyrstu árin komu þær yfirleitt saman tvisvar