Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Qupperneq 95
MULAÞING
91
sem ég hef nokkuð öruggar heimildir um, þar sem ég tel eðlilegra að líta
á þá Isleif, Björn og Sigurð sem heimiliskennara, enda eru þeir titlaðir
svo. (9. nóv. 1908 er haldinn fræðslumálafundur hjá Þórarni Þórðar-
syni, föður Valdemars. Er líklegt að þar hafi farið fram skipulagning á
vetrarstarfinu og virðist mér þetta benda til þess að þá hafi ekki verið
starfandi sérstök fræðslunefnd, en fundurinn hafi í þess stað verið
haldinn að frumkvæði hreppsnefndar). (Hreppsbækur).
Húsnæðinu í Kirkjubólsseli er lýst svo: Timburhús, er stóð húsbreidd
neðar en núverandi hús. Kennt var í herbergi Valdemars, sem kynt var
með kolaofni. Auk þess að kenna þarna tnun hann einnig hafa kennt á
Ekru 1910—1911. Þar bjuggu Einar Benediktsson og Guðbjörg Erlends-
dóttir. Húsið var timburhús og þar var þrengsta húsnæði, sem kennt
var í hér á Stöðvarfirði, eitt lítið herbergi, gluggi undan sól. Nemendur
sátu á timburbekkjum, sem þeir þurftu að smeygja sér fram hjá. Var
herbergið kynt upp með olíulampa (,,14 línu dreifara“), sem auk þess
lýsti vel upp. (A. Þ. og M. Þ.).
Þá hef ég ekki getið um einn mann, sem ég veit að fékkst við kennslu
á þessum árum, en það var séra Guttormur Vigfússon í Stöð, en auk
þess að segja til börnum á unga aldri, annaðist hann einnig fræðslu
unglinga. „Samfara preststörfunum hefur hann fengist talsvert við
unglingakennslu og þar á meðal undirbúið pilta undir Latínuskólann,
einkum latínu og latneskan stíl. Hann er latínumaður svo mikill, að fáir
munu þeir hér á landi nú orðið, er standa honum á sporði í þeirri
fræðigrein.“ (Oðinn 1907, 77). Einnig lagði hann til húsnæði undir próf
og hafði eftirlit með prófum, t. d. 1910, en fyrir það ár var greitt „til
sjera Guttorms Vigfússonar fyrir prófstaði, ritföng og átroðning snert-
andi fræðslumál hreppsins.“ (Hreppsbækur). Ekki getur það talizt
óeðlilegt að hann gegndi þessum störfum, því að „prestar skyldu í
samráði við skólanefndir og fræðslunefndir hafa eftirlitið með barna-
fræðslunni og vera barnaprófdómendur við barnapróf hver í sínu
prestakalli.“ (Alþingi og menntamálin, 112). Auk þessa var hann eins
og drepið hefur verið á hér að framan í fræðslunefnd 1910—1913 og
einnig síðar.
Farkennslan heldur áfram allt til 1937 (þó er sum árin bara kennt á
einum stað allan veturinn hér í þorpinu). Arið 1911-1912 kennir Sigur-
björn Guttormsson í Stöð (sonur séra Guttorms) og fór kennslan að
mestu fram á Hóli, en einnig mun hann hafa ferðazt yfir á Suðurbyggð.
A Hóli bjuggu þá Daníel Sigurðsson og Rebekka Árnadóttir. Stóð húsið
skammt ofan við núverandi hús, var timburklætt og járnvarið. Var