Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 98
94
MULAÞING
telur að hann hafi vegna þessa misst af því að ná sér í kennararéttindi,
þar sem hann af þessum sökum náði ekki samfelldum þriggja ára
starfstíma, en með því auk þess að fara á sumarnámskeið telur hann sig
hafa getað tryggt sér réttindi. Hins vegar kenndi hann í einkakennslu
Birni Jónssyni á Kirkjubóli (síðar kennara) og Kristján Þorsteinsson í
Löndum haíði einhverja nemendur í einkakennslu í Löndum þennan
sama vetur. (A. Þ.).
1925 er svo kennt í Bakkagerði hjá Birni Guðmundssyni útvegsbónda
og konu hans Þóreyju E. Jóhannsdóttur. Var Björn þá formaður
fræðslunefndar. Húsið var úr timbri á svipuðum stað og núverandi hús
með sama nafni og var kennt í einu herbergi (stofunni), sem kynt var
upp með kolaofni. (A. Þ. og M. Þ.). Kennsluna annaðist Kristján Þor-
steinsson frá Löndum og var kennt í 2 deildum. Var Kristján fæddur
1905 og hafði m. a. stundað nám að Eiðum. (G. Þ.). Einnig kenndi
Skúli Þorsteinsson frá Oseyri (síðar námsstjóri) á bæ föður síns. Varð
Skúli fyrsti formaður Ungmennafélags Stöðfirðinga. (Fundargerðabók
UMFS).
Arið 1926 virðist mér aftur vera kennt í Bakkagerði, en þá hafði ráðizt
til starfans Unnur Jakobsdóttir. Um hana finn ég ekkert í Kennaratali,
en hún mun hafa verið ættuð að norðan (trúlega úr Þingeyjarsýslum).
(A. Þ. og M. Þ.). Kenndi hún í 6 mánuði en ekkert virðist hafa verið
kennt á bæjum í sveitinni utan heimafræðslu á Óseyri (2 börn) og Hval-
nesi (1 barn). (Gerðabók fræðslunefndar). Næsta vetur kennir Unnur
aftur en nú að Hóli í nýreistu íbúðarhúsi Stefáns Carlssonar kaup-
manns (sonar Carls Guðmundssonar), en hann sat þá í skólanefnd.
Húsnæðinu þar er lýst svo: Þetta er sama hús og nú ber nafnið Hóll;
kennt var í kjallara þess í 1 stóru herbergi kyntu með kolaofni og auk
þess var gangur, sem nota mátti til leikja. (A. Þ. og M. Þ.). Stóð
kennslan í 6 mánuði. Ekki var um aðra fræðslu að ræða, og bóndinn á
Hvalnesi, Stefán Eiríksson, er styrktur vegna skólagöngu handa barni,
sem hefur þá trúlega verið komið fyrir á bæ hér í þorpinu. (Gerðabók
fræðslunefndar). (Það tíðkaðist annað slagið að börnum af Suðurbyggð
væri komið fyrir í þorpi en að því verður vikið síðar).
Arið 1927 og allt til 1937 er kennt á Hóli en auk þess er um að ræða
farkennslu flest árin. Árin 1928-1930 kennir Ófi Guðbrandsson, en
hann var frá Randversstöðum í Breiðdal. (Kennaratal). Auk þess kennir
Pálína Þorsteinsdóttir (dóttir Þorsteins Mýrmann) árið 1929—1930 í tvo
mánuði á bæ föður síns, er bjó sem áður segir á Óseyri.
Arið 1930 ræðst Skúli Þorsteinsson aftur til starfa (Kennaratal) og