Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 100
96
MULAÞING
skólann — þ. e. kennsluna á Suðurbyggð og í þorpi. Af þeim sökum
finnst mér eðlilegt að huga aðeins að ýmsum atriðum, sem þar koma
fram. I námi þennan vetur voru 19 nemendur á Hóli — fæddir á árunum
1919-1922 og voru þeir allir úr þorpi nema einn. Á Suðurbyggð voru 5
nemendur fæddir 1919-1923; 3 af Hvalnesi og 2 af Heyklifi. Skólinn á
Hóli hófst hjá „Eldri deild“ 24. okt. og daginn eftir hjá „Yngri deild“,
en kennt var annan hvern dag til skiptis. Raunar var skóli settur 22.
okt. og voru þá „öll börn viðstödd“. Jólafrí er tekið 21. des. (E. d.) og
22. des. (Y. d.), stendur til 2. og 3. jan. og síðan er kennt út miðjan
mánuðinn. Hinn 17. jan. 1933 er svo „settur skóli á Suðurbyggð“,
kennt þar í einni deild til 11. febrúar. Hinn 13. byrjar E. d. svo aftur á
Hóli og Y. d. daginn eftir. Stendur þá skólinn til 3. og 4. marz, en aftur
er byrjað 8. marz á Suðurbyggð og kennt þar út mánuðinn. Enn er svo
byrjað aftur á Hóli 3. og 4. apríl, kennt til 18. og 19. s. mán. en frí gefið
á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Kennt var
alla laugardaga. Námsgreinarnar, sem Björn kenndi þennan vetur voru
þessar: Lestur, skrift, réttritun, reikningur, landafræði, náttúrufræði,
saga og kristin fræði. Auk þess lét hann börnin syngja daglega, einkum
ættjarðarlög. (R. H.).
1933 kennir Arnleifur Þórðarson 4 mánuði á Hóli og á Heyklifi og í
Stöð í einn mánuð á hvorum staðnum. Auk þess kenndu Friðgeir Þor-
steinsson frá Oseyri (síðar skólanefndarformaður í mörg ár og oddviti
Stöðvarhrepps í áratugi) á Heyklifí og Sigurbjörn Guttormsson í Stöð,
en hann var þá bóndi þar. Eins og segir í gjörðabók skólanefndarinnar:
„Þannig fékk hvert barn tveggja mánaða kennslu. Lögunum þar með
fullnægt.“ Þetta ár varð Sigurbjörn aftur prófdómari og mun hann hafa
gegnt því starfí til 1966, en eftir það varð prófdómari séra Kristinn
Hóseasson á Heydölum allt til gildistöku grunnskólalaganna 1974, en
síðan þá hefur ekki verið talin þörf á sérstökum prófdómara. (S. J.)
1934 er ráðinn kennari Runólfur Einarsson til 6 mánaða. Um það
segir svo í gjörðabók skólanefndar: „Veturinn 1934-1935 var Runólfur
Einarsson frá Flögu í Skriðdal barnakennari í skólahéraðinu. Kennara-
staðan hafði verið auglýst. Umsækjendur voru Arnleifur Þórðarson og
Runólfur og var Runólfi veitt staðan, af því að hann hafði kennarapróf,
þrátt fyrir það, þótt skólanefndin mælti með Arnleifi. Runólfur kenndi 4
mánuði í Þorpi og 2 á Suðurbyggð; fékk því hvert barn 2ja mánaða
kennslu.“
Fór kennslan í þorpinu fram á Hóli, en þar hafði Runólfur aðsetur um
veturinn — og á Heyklifi fyrir bæina á Suðurbyggð. Eitthvað mun Sig-