Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 102
98
MÚLAÞING
seinasta árið. Samfara þessu verður einnig sú breyting eins og á er
drepið hér að framan, að farskólinn er lagður niður og í stað þess farið
að tala um ,,fastaskólann“ og hann rekinn sem slíkur. Tel ég eðlilegt að
staldra við á þessum tímamótum og huga að byggingu þessa skólahús-
næðis.
IIIA
Eldri skólinn
Snemma eftir stofnun U.M.F.S. 1928 kom upp sú hugmynd að byggt
yrði húsnæði undir starfsemi félagsins til almenns samkomuhalds, sem
auk þess mætti nota til kennslu á vetrum. (A. Þ., M. Þ. og H. E.).
Vorið 1936 var svo hafizt handa við bygginguna, en nokkrum árum áður
hafði raunar verið grafið fyrir húsi á öðrum stað. Aldrei varð þó af
byggingu þar, vegna þess að það hússtæði þótti illa staðsett með tilliti til
aðflutninga byggingarefnis. (Starfsbók U.M.F.S.). Við byggingu húss-
ins unnu m. a. sjálfboðaliðar frá U.M.F.S. og var vinna þeirra reiknuð
sem hluti af framlagi félagsins í eignina. Yfirsmiður var Einar Sigurðs-
son frá Odda í Fáskrúðsfirði. Var sandurinn, sem notaður var í steypu
fluttur á bátum innan frá svonefndri „Öldu“ við fjarðarbotninn — hon-
um mokað í poka, sem síðan voru bornir úr klöppunum neðan við
verzlunarhús Kaupfélagsins. Var þetta auðvitað hið mesta púl, en ekki
þótti mönnum ástæða til að kvarta, enda ýmsu erfiði vanir. Upp komst
húsið og er alveg tilbúið haustið 1937. (Hreppsbækur og A. Þ.). Er það
virt til brunabótamats hinn 16. ágúst það ár og tryggt frá og með þeim
degi, en brunabótaskírteini gefið út 15. sept. Var tryggingarupphæðin
kr. 18.000.- Eins og áður segir þótti húsið hið veglegasta og bera af
mörgum samkomuhúsum á næstu fjörðum í fjölda ára. Varð það, auk
þess að auðvelda störf kennara verulega, mikil lyftistöng fyrir allt fé-
lagslíf og samkomuhald. Aðeins ein skólastofa var í húsinu, en hún var
rúmgóð á meðan nemendafjöldi var ekki mjög mikill. Undir henni í
austurenda hússins var kjallari með baðaðstöðu, kyndingu, salerni,
eldunaraðstöðu fyrir samkomur og geymslu. Inn af kennslustofunni var
stór samkomusalur, sem einnig var notaður til leikfimikennslu og leikja
nemenda í frímínútum. Árið 1955-1958 voru ungmennafélagar svo stór-
huga að þeir byggðu við vesturenda hússins stórt leiksvið með kjallara
undir. Jók það auðvitað mjög á nýtingarmöguleika hússins. (Bækur
U.M.F.S.). Samþykkti skólanefnd fyrir sitt leyti framangreinda breyt-
ingu á húsinu, en eins og segir í fundargerð frá 2. feb. 1956: „Skóla-
nefndin samþykkir að standa ekki í vegi þess að Ungmennafélag Stöð-