Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 103
MULAÞING
99
fírðinga fái að reisa leiksvið við endann á leikfimisalnum, þó hún telji
æskilegast að skólinn gæti haft sitt hús út af fyrir sig.“ Tel ég, að hús
þetta sé einhver stærsti og bezti minnisvarðinn um sóknarhug og
dirfsku frumkvöðla ungmennafélagshreyfíngarinnar í þessu byggðar-
lagi. Því miður hefur eftirmönnum þeirra svo og ráðamönnum hér ekki
tekizt að halda þessum minnisvarða á lofti hin síðari árin eins og vert
væri. Húsið var formlega tekið í notkun hinn 22. ágúst 1937. Vígslu-
ræðuna flutti gamall kennari og prófdómari, Arnleifur V. Þórðarson.
Hefur mér tekizt að verða mér úti um afrit af ræðu Arnleifs og tel ég vel
við hæfi að birta hluta hennar hér.
„Erindi flutt við vígslu Samkomuhússins — 22. ágúst 1937
Samkomugestir. Fyrir hönd Ungmennafélags Stöðfírðinga segi ég þessa
skemmtisamkomu setta og býð alla velkomna, sem hér eru staddir í
dag.
Sem kóralladýrin í djúpum sæ
vér dyttum að eynni sem hækkar æ
og vinnum að verðandi heimi.
Fyrir 9 árum, þegar Ungmennafélagið var stofnað, var það sett efst á
stefnuskrá þess, að það reyndi eins fljótt og mögulegt væri að koma upp
samkomuhúsi fyrir sveitina, sem jafnframt gæti verið skólahús og hvað
sem annars segja má um aðra starfsemi félagsins, verður það ekki
hrakið að það hefur unnið trúlega að þessu fyrsta atriði á stefnuskrá
sinni. En Ungmennafélagið hefur ekki verið eitt að verki. Það hefur
borið gæfu til samvinnu við helstu máttarstoðir þessarar sveitar, kaup-
félagið og hreppsfélagið sjálft, borið gæfu til að hafa átt þann mann í
stjórn sinni frá byrjun, er líklegastur var til að hrinda þessu byggingar-
máli í framkvæmd, Benedikt Guttormsson kaupfélagsstjóra og vil ég
fyrir það votta honum virðingu 'og biðja ungmennafélaga og aðra Stöð-
fírðinga gjöra slíkt hið sama með því að rísa úr sætum. Það hefur þótt
viðeigandi að Ungmennafélagið héldi aðalsamkomu sína þegar þetta
hús væri að mestu leyti fullgjört og því erum við fyrst og fremst saman-
komin hér í dag til að gleðjast yfír því, að félagið hefur fundið hér
samastað fyrir starfsemi sína. Hús þetta verður að öllum hkindum eign
hreppsins og því kallað samkomuhúsið eða skólahúsið eftir því sem við
á og daglegar venjur heimta. Vitanlega verður það jafnframt eign ung-
mennafélaga, þar sem félagssvæði þeirra er bundið við Stöðvarhrepp,