Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 104
100
MÚLAÞING
Samkomuhús Stöðvarfjarðar, tekið í notkun 1937. Kennt var í stofu lengst til hœgri á efri
hœð. Viðbygging, leiksvið með kjallara, var reist 1958. Ersú viðbygging lengst til vinstri á
myndinni. — Ljósm.: Geir Pálsson.
aðeins skal það tekið fram til skýringar, að það er ekki séreign Ung-
mennafélagsins. “
,,Og að síðustu nokkur orð til ykkar ungmenni, sem hér eruð saman
komin. Eg vona að þið eigið eftir að lifa hamingjusömu lífi í landinu með
þau markmið fyrir augum sem leitast við að lyfta hfinu, fegra það og
göfga. Óska ég svo öllum viðstöddum góðrar skemmtunar.“
Einnig tel ég eðlilegt að birta hluta samnings U.M.F.S. og hrepps-
nefndar Stöðvarhrepps um rekstur og byggingu hússins:
„1. grein: Ungmennafjelag Stöðfirðinga leggur fram fje, að upphæð
kr 7000, — sjöþúsund krónur til skóla- og samkomuhúss Stöðvar-
hrepps. Skal fje þetta vera óendurkræft vaxtalaust fjárframlag. Skal
fjelagið aldrei verja minnu af hreinum árstekjum sínum en tveim þriðju
hlutum til greiðslu þessarar upphæðar, þar til henni er náð. Meðan
fjelagið hefir eigi greitt þessa upphæð, skal það standa straum af þeim
hluta skuldar þeirrar, er á húsinu hvílir, sem nemi þeirri upphæð, er
fjelagið á eftir að greiða af framlagi sínu á ári hverju.
2. grein: Að fráteknum forgangsrétti þeim, er barnaskóli Stöðvar-
hrepps hefir til hússins til fræðslustarfsemi, öðlast Ungmennafjelag
Stöðfirðinga með fjárframlagi þessu rjett til þess að hafa ókeypis afnot
af húsinu til allrar sinnar starfsemi um aldur og æfi, sem þó takmarkast
með eftirfarandi greinum.