Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 107
MULAÞING
103
vöntunar námsbóka, sem hún ekki hefur getað útvegað, þrátt fyrir
ítrekaðar pantanir til Ríkisútgáfu námsbóka. Akveður nefndin að skrifa
kvörtun til kennslumálaráðuneytisins í tilefni af fyrrnefndri vanrækslu
Ríkisútgáfunnar. “
Farið var að tilmælum skólanefndar varðandi ráðningu kennara fyrir
veturinn 1938—1939 og var Runólfur Einarsson settur til eins árs. En 29.
okt. var eftirfarandi bókað í gjörðabók hennar: „Fyrst var rætt um hvort
skipa ætti fastan kennara við skólann Runólf Einarsson kennara, sem
hefir verið settur til tveggja ára og áður hefir kennt sem farkennari
mörg undanfarin ár í skólahverfinu. Að athuguðu máli ákvað skóla-
nefndin, að Runólfi skyldi veitt staðan, vegna þess að hann á undan-
förnum árum, hafí reynst sæmilega fær og haft góðan hug á að rækja
starfið. Samkvæmt bréfi frá fræðslumálask[rifstofu] ds. 11. sept. 1939
telur skólanefndin rétt að tilkynna fræðslumálastjóra með fyrstu ferð
ósk sína í málinu."
Ekki virtust íbúar á Suðurbyggð vera búnir að sætta sig við endalok
farskólans, því í sömu fundargjörð kemur eftirfarandi fram varðandi
beiðni tveggja uppalenda þar... „um að fá kennara suður á byggð.“
Áfram segir: „Var málið rætt mikið og athugað, en enga heimild hægt
að finna [handa] skólanefnd til þess að leggja kennara jafnfáum börn-
um, og enn síður vegna þess að ekki er hægt að láta þau 5 börn, sem
skólaskyld eru á Suðurbyggð, njóta kennslu á einum stað.“ Ekki virðist
mál þetta þar með úr sögunni, því 16. okt. 1942 er þetta fært til bókar:
„Skólanefnd leggur til, að hreppurinn styrki kennslu á suðurbyggð og
inn á bæjum með eitt til tvöhundruð krónum, með því skilyrði að ríkið
leggi 2A á móti. Ennfremur óskar skólanefnd þess að þessum börnum
verði komið í skólann jafnlangan tíma aftur á móti.“ Eigi mun þetta
hafa náð fram að ganga. Hinsvegar kemur fram í dagbókum skólans að
frá 1938-1946 eru yngri börn á Heyklifi, Kömbum, Hvalnesi, Stöð,
Háteigi og Óseyri (þó ekki öllum þessum bæjum í einu) skráð í skólann
og fá einkunnir þaðan, en mætingar þeirra eru ekki færðar inn. Til
dæmis er Kjartan Guðjónsson (þá í Stöð) — f. 1931 — skráður fyrst
haustið 1938. Allt til vorsins 1944 fær hann einkunnir, en engar mæt-
ingar. Þessi ár mættu börnin á bæjunum fyrir fjarðarbotninum í skólann
meðan veður voru skapleg á haustin og eins á vorin, en síður yfir
svartasta skammdegið, þegar allra veðra var von. (K. G.). Þó kemur
fram um börn á öllum þessum bæjum, að síðari hluta skólaskyldunnar 1
eða 2 seinustu veturna er þeim komið fyrir hér í þorpinu yfir veturinn og
njóta fullrar kennslu þann tíma.