Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 112
108
MÚLAÞING
V.
Heilbrigðiseftirlit
Við lestur gjörðabókar fræðslunefndar/skólanefndar virðist mér koma í
ljós, að fyrsta eiginleg skólaskoðun framkvæmd af lækni sé veturinn
1916-1917, en fram kemur í fundargerð frá 6. maí 1917 að Georg
Georgssyni Fáskrúðsfirði eru greiddar kr. 34,00 fyrir undanfarandi
skólaár. Haustið áður hafði skóli ekki hafizt fyrr en 15. nóv. og fundur
fræðslunefndar það haust (21. okt. 1916) „varð ekki fyr(r) saman kall-
aður fyrir þá sök, að samkomulag komst á meðal flestra búenda, að
hafa engar samkomur meðan mislingahættan stóð yfir, og verjast þann-
ig mislingunum sem og heppnaðist.“ Ekki er ótrúlegt að héraðslæknir
hafi þarna verið með í ráðum.
Næst virðist mér að skoðun skólabarna hafi verið framkvæmd skóla-
árið 1921-1922 og samfellt eftir það. Arnleifur Þórðarson, sem kenndi
1922-1924 og aftur 1933-1934, telur að skoðunin hafi fyrst einkum
verið fólgin í því, að börnin voru hlustuð. Berklaprófun hafi ekki verið
framkvæmd fyrra tímabilið, sem hann kenndi. í fyrstu dagbók skólans
1932-33 kemur fram, að þyngd og hæð barna í skóla í þorpi hefur
verið skráð í byrjun skólaárs og um áramót, en ekki í lok skólaárs eins
og einnig var gert ráð fyrir.
Húsnæði virðist á árum farskólans hafa verið valið með það fyrir
augum, að sem bezt hentaði skv. þeim kröfum, er þá þegar voru gerðar
til þess. T. d. er eftirfarandi bókað í gjörðabókina 24. sept. 1915:
„Kennsluhúsið verður að vera fráskilið annarri íbúð á meðan kennsla
fer fram nægilega hitað og svo rúmgott að þeir barnaumráðendur sem
óska geti fengið rúm fyrir börn sín á hvorum staðnum sem er (Löndum
eða Hóli) á meðan kennsla fer þar fram fyrir hæfilega húsnæðisþókn-
un.“
Ræsting skólahúsnæðis mun hafa farið daglega fram, t. d. á Hóli og í
Laufási. Voru gólfin þá sandþvegin. (M. Þ.) I eldri skólanum voru gólf-
in ræst daglega og allar götur síðan.
26. marz 1944 er Stefán Jónsson þá námsstjóri í heimsókn. Á fundi,
sem haldinn er hjá skólanefnd að honum og skólastjóra viðstöddum,
kemur fram að hann telur m. a. þörf á því að „gólfið í salnum yrði og
olíuborið.“ Auk þess benti hann á, ,,að skólinn þyrfti að fá útmælda lóð
sem leikvöll fyrir börnin. Einnig þyrfti stærri veggtöflu.“ (Gerðabók
skólanefndar).
10. sept. 1951 bókar skólanefnd: „Minnt á að bæta þyrfti aðbúð við