Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 117
MÚLAÞING
113
VIII.
Unglingakennsla
Eftir að skólaskyldu lauk á 15. ári var ekki um annað að ræða lengi vel
en að sækja áframhaldandi nám í önnur byggðarlög, t. d. héraðsskól-
ana. Þó veit ég og hef vikið að því hér að framan að Guttormur Vigfús-
son í Stöð kenndi unglingum. Móðir mín, Rósahnda Helgadóttir, segir
mér að hún og jafnöldrur hennar hefðu sótt tíma í dönsku hjá Birni
Jónssyni veturinn eftir að þær tóku fullnaðarpróf.
Ymsar ástæður munu hafa valdið því að ekki var hafizt handa við að
koma á skipulagðri unglingakennslu og þá fyrst og fremst fæð í árgöng-
um og skortur á húsnæði.
Fyrstu vísbendingu um að skólanefnd hafi íhugað þetta atriði er að
finna í fundargerð frá 3. okt. 1948: „Björn Stefánsson vakti máls á því,
að leitast væri fyrir um möguleika á að starfrækja unglingakennslu á
Stöðvarfirði um þriggja mánaða tíma á komandi vetri. Var samþykkt að
kynna sér hve margir unglingar í hreppnum myndu vilja taka þátt í
slíku námi, og ef 10 eða fleiri unglingar óskuðu eftir þátttöku, væri
leitast eftir að fá hæfan kennara.“ Ekki virðist þessi viðleitni hafa borið
tilætlaðan árangur.
Mánudaginn 10. sept. 1951 er svo eftirfarandi bókað á fundi skóla-
nefndar, skólastjóra og formanns sóknarnefndar: „Fyrir fundinum lá
bréf frá prófasti Suður-Múlasýslu til sóknarnefndar Stöðvarhrepps,
þess efnis að hugsanlega væri nú tækifæri að fá prest fyrir Stöðvar-
hrepp, sem jafnframt annaðist kennslu. Áleit skólanefndin æskilegt að
sótt sé um að Stöðvarhreppur geti orðið sérstakt prestakall, einkum
með tilliti til þess að tilvonandi prestur taki að sér unglingakennslu í
byggðarlaginu. Rætt var um möguleika á að starfrækja unglingaskóla í
hreppnum um 3ja mánaða tíma. Samþykkt að kanna hvort svo almenn-
ur áhugi væri fyrir unglingakennslu að 10 nemendur óskuðu eftir
kennslu, og þá að leita eftir því'að fá hæfan kennara."
Það er þó ekki fyrr en vorið 1963 að tilraun er gerð til unglinga-
kennslu. Svo segir í skólahaldsskýrslu fyrir 1962-1963: „Auk barna-
fræðslunnar, sem framanrituð skýrsla tekur til, var starfræktur ungl-
ingaskóli í 8 vikur frá V2 til 30/3. Kennslustundir voru 15 á viku, þar af
kenndu fastakennarar skólans Runólfur Einarsson 6 stundir og Guðríð-
ur Friðgeirsdóttir 3. Stundakennari Sigurbjörn Guttormsson kenndi 6
stundir á viku. Nemendur voru alls 8, þar af 4 er lokið höfðu fullnaðar-
prófi og tóku þátt í öllum kennslustundum á viku hverri og 4 úr barna-
Múlaþing 8