Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 118

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 118
114 MÚLAÞING skólanum (fullnaðarprófsbörn 1963) er voru frá 9—15 klst. á viku. Kennslugreinar: íslenska, danska, reikningur, handavinna og leik- fimi.“ Ekki var aftur komið á fót unglingakennslu fyrr en veturinn 1965- 1966, þ. e. fyrsta árið, sem kennt var í nýja skólanum. Gefum Sólmundi Jónssyni orðið: „Þetta sama haust (1965) var nemendum af suðurbyggð Fáskrúðsfjarðar ekið til Stöðvarfjarðar. Þeir voru 8 talsins. Ekki þótti það vel takast, vegakerfi var slæmt, mikil snjóþyngsli þennan vetur og komust nemendur sjaldan í skólann. Eftir tveggja vetra akstur til Stöðv- arfjarðar hófu þeir aftur nám í heimabyggð. Höfðu þeir haft lítið gagn af skólavistinni, en stuðluðu að því að leyfi fékkst til að koma á unglinga- deild, því nemendafjöldi í skólanum komst á 1. ári upp í 42.“ (Grunn- skóli Stöðvarfjarðar og Grunnskólar í Austurlandsumdæmi, 32). IX. Lengd kennslutíma, kunnátta, námsefni, kennslutœki Áður er getið um lengd skólaársins fyrstu árin að svo miklu leyti sem heimildir gera það kleift, en ekkert hefur enn verið rætt um daglegan kennslutíma. Mun ég nú leitast við að gera þessum atriðum örlítil skil. Mér virðist að mörg fyrstu árin hafi skólinn ekki starfað nema 2-4 tíma á dag. Þegar deildir urðu tvískiptar var þó skóiatími hjá „eldri deild“ lengri en hjá hinni. Alltaf var kennt á laugardögum og var raunar svo fram til 1976. Hinn 26. marz 1944 er bókað á fundi skólanefndar: „Til- laga frá námsstjóra að breyta 3 kennslustundum í 4 kennslustundir.“ Þykir mér trúlegt, að eftir því hafi verið farið a. m. k. varðandi eldri börnin. Aukin kennsla yngstu barnanna var m. a. til umræðu á fundi skóla- nefndarinnar 2. febr. 1956: „Rætt var um aukna kennslu við skólann. Var samþykkt að kanna hvort lögin um kennsluprestaköll gætu komið að gagni í þeim efnum. Einnig var samþykkt að komast eftir að hve miklu leyti ríkissjóður annaðist greiðslu á launum kennara sem bætt væri við skóla sem ekki hefðu fleiri börn en hér eru. Ennfremur hvort ríkið tæki hlutfallslega sama þátt í launum þess kennara, sem nú starf- ar, ef skólatíminn væri lengdur upp í sjö mánuði, þannig að bætt væri við að haustinu mánaðarkennslu fyrir yngstu börnin.“ I skólahalds- skýrslu fyrir þetta skólaár kemur fram að skólinn, sem hafði mörg ár á undan staðið í 6 mánuði er nú einum mánuði lengri og er svo (þó bara 6 mánuðir hjá unglingum) fram til 1969, en þá lengist tíminn um 1 mánuð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.