Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 124
120
MÚLAÞING
hafði m. a. keppt fyrir íslands hönd í langhlaupum. Kom hann á víða-
vangshlaupum, skíðakappgöngum o. fl. Æfðu nokkrir undir hans leið-
sögn og fengu oft að hlaupa með honum upp um holt og hæðir. Tel ég að
áhrifa af hvatningu hans hafi gætt nokkur ár eftir þetta og áttu Stöðfirð-
ingar góða frjálsíþróttamenn, t. d. upp úr 1960.
Ekki er hægt að tíunda alla íþróttastarfsemi á vegum skólans. Sér-
stök ástæða er þó til að geta árangurs nemenda Grunnskóla Stöðvar-
fjarðar í svonefndu skólahlaupi UIA. I skólablaðinu „Sitt af hverju
tagi“ (15. maí 1980) segir Ingimar Jónsson: „Skólahlaupið var að þessu
sinni haldið á Eskifirði 24. apríl s. 1. Undirbúningur mótshaldara var í
alla staði mjög góður. Þetta er í fimmta sinn, sem stöðfirskir nemendur
tóku þátt í þessu árlega hlaupi. Tvisvar hafa Stöðfirðingar hafnað í
þriðja sæti, en nú í vor tókst okkur að hreppa annað sæti. Nemendur
æfðu mjög vel undir stjórn Hafþórs Guðmundssonar, einnig hafa for-
eldrar sýnt hlaupinu mikinn áhuga og fjölmennt á mótsstaði og hvatt
sitt fólk, hefur það reynst mörgum keppandanum mikil uppörvun. Við
höfum sett takmarkið hátt og gerum enn, þess vegna væntum við þess
að nemendur stundi æfingar af kappi í sumar og næsta vetur.“
XIII.
Foreldrafélag
Foreldrafélag Grunnskóla Stöðvarfjarðar var stofnað 9. maí 1981.
Stofnfélagar voru foreldrar 13 barna, sem fædd eru árið 1967. Fyrstu
stjórn félagsins skipuðu: Armann Jóhannsson, Gerður Björgmundsdótt-
ir og Anna Albertsdóttir og voru þau endurkjörin 11. október 1981.
Tilgangur og markmið félagsins kom fram í félagslögum, er sam-
þykkt voru á stofnfundinum, en fyrstu þrjár greinar félagslaganna eru
svohljóðandi:
1. gr. Félagið heitir Foreldrafélag Grunnskóla Stöðvarfjarðar. Félagar
eru forráðamenn nemenda í skólanum.
2. gr. Markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda
skólans og styrkja skólann í hvívetna. Markmiði sínu hyggst félagið
ná með því m. a. að veita skólanum aðstoð vegna ákveðinna verk-
efna og starfa í skólanum, að koma á umræðufundum um skóla- og
uppeldismál almennt í samráði við skólann, að koma fram með óskir
um breytingar á starfi skólans, að fjalla um félagslega aðstöðu barna
í skólanum.