Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 125
MÚLAÞING
121
3. gr. Stjórn félagsins skipa þrír menn, kosnir af foreldrum á aðalfundi.
Stjórn félagsins skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins skal halda
a. m. k. fjóra fundi árlega. Hún fylgist með starfi skólans og starfs-
aðstöðu, undirbýr og boðar a. m. k. 2 félagsfundi á vetri og afgreiðir
samþykktir þeirra. Kennarar skulu boðaðir á fundi félagsins og hafa
þar atkvæðis- og tillögurétt. (Gjörðabók Foreldrafél.).
XIV.
Attundi bekkurinn
Oftar en einu sinni hafa skólamönnum á Stöðvarfirði borizt í hendur
ýmsar hugmyndir frá yfirstjórnum skólamála þar sein komið hafa fram
áætlanir um að ieggja niður kennslu í 8. bekk hér, en í stað þess að aka
nemendum til náms í nágrannasveitarfélögum. Nægir í því sambandi að
benda á eftirfarandi: „Stöðvarhreppur: íbúafjöldi 302. Meðalfjöldi í
aldursárgangi barna 8.3. Gert er ráð fyrir að í hreppnum verði starf-
ræktur skóli fyrir nemendur á L—7. námsári, en nemendur á 8. og 9.
námsári sæki að Búðum.“ (Skipting landsins í skólahverfi, 148).
Hugmyndir þær, sem þarna koma fram höfðu verið kynntar heima-
mönnum m. a. á fundi með Birgi Thorlacius, ráðuneytisstjóra í Mennta-
málaráðuneytinu. Fyrir hönd Stöðflrðinga tóku þátt í þessum viðræðum
þeir Guðmundur Björnsson, formaður skólanefndar — Björn Kristjáns-
son, oddviti og Sólmundur Jónsson skólastjóri. Er óhætt að segja, að
hugmyndir þessar hafi mætt harðri andstöðu á fundi þessum, en hann
fór fram á Staðarborg í Breiðdal. (S. J.).
En þetta er ekki í eina skiptið, sem Stöðfirðingar hafa þótzt þurfa að
verja hendur sínar í þessum efnum. Nokkrum árum eftir fundinn í
Breiðdal fengu samskonar hugmyndir hljómgrunn í „kerfinu": „A
Stöðvarfirði er nú barna- og gagnfræðaskóli. Tillögur menntamálaráðu-
neytisins gera ráð fyrir því, að í kauptúninu verði framvegis 1.-7. náms-
ár en 8.-9. námsár verði annaðhvort að Búðum í Fáskrúðsfirði með
heimanakstri eða að Eiðum og þá í heimavist. Fyrri möguleikinn, skóla-
sókn til Fáskrúðsfjarðar, kemur því aðeins til greina, að skólinn á
Fáskrúðsfirði sé undir þetta búinn með húsnæði, heimavist og kennara-
lið. Langt er í land að þessi skilyrði séu nú uppfyllt. Þá þyrftu einnig að
korna til vegabætur milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, en þær
verða að teljast aðkallandi af fleiri ástæðum.“-„Helstu verkefni á
rnenntamálum Stöðvarfjarðar eru nú í bráð að bæta úr húsnæðisskorti.
Hefur verið sótt um fjárveitingu til byrjunarframkvæmda á viðbótarhús-