Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 126
122
MULAÞING
næði við skólann. I þessu samhengi má benda á, að félagsheimili eða
samkomustaður er ekki til á Stöðvarfirði (?) og væri athugandi að fella
úrlausn þeirra mála að byggingu skólahússins.“ (Austurlandsáætlun,
s. hl., 82).
Ævinlega hefur verið brugðizt harkalega við hugmyndum í þessa átt
af heimamönnum. A fundi hreppsnefndar 9. júlí 1977 var eftirfarandi
bókað: „Ennþá einu sinni hefur sú hugmynd komið fram að fækka þeim
árum, sem stöðfirzk skólaæska hefur til að stunda nám í heimasveit,
um eitt, þ. e. úr 8 í 7. Þessu vill sveitarstjórn Stöðvarhrepps sem endra-
nær mótmæla harðlega og telur, að reynsla undanfarinna ára hafi stað-
fest, að grundvöllur fyrir starfrækslu 8. bekkjar sé fyllilega fyrir hendi.
í framhaldi af ofangreindu vill sveitarstjórn Stöðvarhrepps láta koma
skýrt fram, að hún telur, að treysta beri stöðu Eiðaskóla, því eðlilegast
sé að nemendur, sem ljúka þurfi grunnskólanámi fjarri heimasveit eigi
kost á dvöl þar en ekki í heimavistar- eða heimanakstursskóla í þétt-
býli.“
I niðurlagsorðum bókunar hreppsnefndar kemur fram, að ekki séu
gerðar kröfur í seinasta bekk grunnskóla, þ. e. 9. bekkinn, e. t. v.
vegna þess að mönnum hefur þótt nógu erfítt að halda í þann áttunda.
Nú er samt farið að ræða alvarlega um stofnun 9. bekkjar hér og
nægir að benda á fund Foreldrafélags Grunnskóla Stöðvarfjarðar 9. maí
1981. 1 gjörðabók félagsins segir: „Almennar umræður urðu í fundarlok
þar sem rætt var um starfrækslu 9. bekkjar við Grunnskóla Stöðvar-
fjarðar starfsárið 1982-1983 svo og fleiri mál, er varða rekstur skól-
ans.“ A fundi félagsins 11. okt. 1981 var samþykkt að senda svohljóð-
andi bréf til skólanefndar Stöðvarhrepps: „Fyrir hönd Foreldrafélags
Grunnskóla Stöðvarhrepps, förum við þess á leit við skólanefnd að
kannaðir verði möguleikar á starfrækslu 9. bekkjar grunnskóla skóla-
árið 1982-1983 til reynslu.“ (Skólanefnd Stöðvarhrepps, óafgreidd
bréf).
Ennþá hefur engin ákvörðun verið tekin um framgang þessa máls.
Með viðræðum við ráðamenn um þessi mál hef ég komizt að því að
staða Eiðaskóla varðandi starfrækslu 9. bekkjar getur veikzt í náinni
framtíð og gæti það flýtt fyrir varanlegum úrbótum í þessum efnum.
(G. M.) Ljóst er þó, að verulegir vankantar eru á rekstri 9. bekkjar í
þessu skólahverfi einu sér og nægir að benda á breytilegan fjölda nem-
enda í hinum ýmsu árgöngum í skólanum nú í vetur, en hann er sem hér
segir: