Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 128
124
MÚLAÞING
Eg geri mér ljóst að eitthvað heíði betur mátt fara við úrvinnslu mína
á verki þessu, en tel að sumt það, sem á blöðum þessum stendur hefði
e. t. v. aldrei komizt svo langt ef ég hefði ekki haft aðgang að þeim
heimildum munnlegum, er vitnað er til. Mun á enga hallað þótt ég nefni
nöfn systkinanna Arnleifs Þórðarsonar og Margrétar Þórðardóttur í
Kirkjuþólsseli, sem veittu mér ómetanlega aðstoð.
Ritgerðin hefur orðið mun viðameiri en ég ætlaði mér. Oft hef ég þó
þurft að velja og hafna og gjarnan hefði ég viljað hafa haft aðstöðu til að
verja meiri tíma til úrvinnslu efnis.
Það er von mín, að ritgerð þessi megi verða fyrsti vísirinn að byggð-
arsögu Stöðvarfjarðar, er ég tel nauðsynlegt að verði fest á blað sem
fyrst, ekki sízt með tilliti til þess að fyrr en varir hafa tapazt þær
munnlegar heimildir, sem mest og bezt gætu aukið á sannleiksgildi
slíks heimildarits.
Auk allra þeirra munnlegra heimilda, sem ég vitna til í ritgerðinni, vil
ég nefna Jens Skarphéðinsson, Austurbrún 4, Reykjavík, en hann hef-
ur veitt mér ómetanlega hvatningu og hollar ábendingar um ritaðar
heimildir. Kann ég honum, svo og öllum öðrum, er veitt hafa mér
aðstoð á einn eða annan hátt, beztu þakkir fyrir.
Stöðvarfriði í jan. 1982.
FYLGISKJAL I
Frœðslunefndirlskólariefndir í Stöðvarskólahverfi 1910-1982
1910-1912: Guttormur Vigfússon, Stöð. Ekki kunnugt um aðra eða hvort fræðsluneí’nd
hefur verið.
1913-1916: Björn Guðmundsson, Bakkagerði, formaður; Jón Björnsson, Kirkjubóh, skrif-
ari; Ari Stefánsson, Einarsstöðum.
1916-1919: Ari Stefánsson, Laufási, formaður; Þórður Magnússon, Einarsstöðum, skrif-
ari; Guttormur Vigfússon, Stöð.
1919-1922: Ari Stefánsson, Laufási, formaður; Jón Björnsson, Kirkjubóli, skrifari;
Andrés Karlsson, Stöðvarfirði (Carlshúsi).
1922-1925: Björn Guðmundsson, Bakkagerði, formaður; Sveinn Björgólfsson, Arbæ; Sig-
urbjörn Guttormsson, Stöð.
1925-1928: Björn Guðmundsson, Bakkagerði, formaður; Sigurbjörn Guttormsson, Stöð;
Stefán Carlsson, Hóli.
1928-1931: Sigurbjörn Guttormsson, Stöð, formaður; Stefán Carlsson, Hóli; Bjöm Guð-
mundsson, Bakkagerði; Sólmundur Sigurðsson, Laufási, varamaður.
1931—1936: Sigurbjörn Guttormsson, Stöð, formaður(?). Ekki kunnugt um aðra.
1936-1938: Friðgeir Þorsteinsson, Arbæ, formaður; Björn Guðmundsson, Bakkagerði;
Stefán Carlsson, Hóli.