Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 138
134
MULAÞING
betur ef mikið var í ánum, þó hafði það nokkra erfiðleika í för með sér
ef mikið vatn var í Kelduá. Þá var seinlegra að reka yfir Hlíðarhúsa-
kvíslina í eyrarnar þar sem straumferjan var rétt eftir að árnar samein-
ast í eitt. En sá var þó kostur líka að auðveldara var að gæta fjárins í
eyrunum í vatnavöxtum, en það gat verið mikið verk í kuldatíð því þá
var Hlíðarhúsakvíslin nærri þurr.
Kvöldið fyrir — á sunnudagskvöldið — hafa tveir menn frá Hrafn-
kelsstöðum komið á hestum til okkar í Víðivelli ytri og gist. En menn frá
þessum tveim bæjum urðu alltaf samferða í smölun á dalinn eins og
kallað var, Gilsárdalinn austan við Víðivallaháls sem bæir á suðurbyggð
standa undir eins og áður segir.
A mánudagsmorgun er stillt og bjart veður, eins og það getur best
orðið við svona fjárstúss.
Þegar sopið hefur verið kaffi er ákveðið að fara inn í Víðivallagerði og
verða frambæjamönnum samferða upp á hálsinn, en þeir voru frá
Klúku, Víðivöllum fram og Víðivallagerði (Gerði eins og sagt var
oftast). En eins oft var farið í þessar smalamennskur fram og upp frá
bænum heima upp Narfagötu sem er framan við Sóleyjubotnana, en
þeir eru á framhlaupi úr fjallinu upp af Klúku. Annars þótti alltaf
öruggara upp á góðar samgöngur að verða þeim á frambæjunum sam-
ferða í þessa smölun.
Klukkan hálfátta er haldið upp Þingmannaklif. Ekki veit ég hvers
vegna það nefnist svo, en gæti staðið í sambandi við þinghald fornt
undir Kiðafelli innan við Suðurdalinn. Eða kannski hafa þingmenn úr
Fljótsdal og ef til vill einnig af Jökuldal farið þarna upp á leið sinni á
Þingmúlaþing í Skriðdal. En þarna upp lá örugglega verslunarleið
Fljótsdælinga á einokunartímanum þegar þeim var gert að skyldu að
versla á Djúpavogi.
I smalamennsku á Gilsárdal gat farið alllangur tími. Sæist austan ár
fé sem menn þekktu að væri af bæjum á suðurbyggð, var oftast farið að
ná því ef fært var yfir Gilsá með góðu móti. Það var mjög vandað til
þessarar smalamennsku, mátti helst ekki sjást kind í heimafjalli eftir að
rekið hafði verið á afrétt. Var jafnvel svo ríkt eftir því gengið að ef kind
sást eftir smölun, þá var unglingur sendur eftir henni meðan hinir voru
að rýja eða skilja úr fé af öðrum bæjum. Klukkan var oft orðin 1-2
þegar loks var komið með féð. Á heimili mínu var fjallið annars stund-
um smalað viku fyrr til rúnings, því lítill tími var til að rýja ferjudaginn.
Þegar að var komið þurfti að senda tvo menn frá okkur á Víðivöllum ytri
í Hrafnkelsstaði eftir fé okkar og af frambæjunum, sem þar hafði kom-