Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 139
MÚLAÞING
135
ið. Gat verið tafsamt að skilja það úr því engin voru áheldi, aðeins fólk
að standa fyrir. Aðra tvo varð svo að senda í Víðivallagerði til að skilja
úr fé af útbæjunum, sem þar kom. Svo var rekið í Víðivelli fram og fé
þaðan skilið úr, síðan Klúku. Var því oftast langt liðið á dag, jafnvel
komið kvöld er þessi rekstur kom loks heim til okkar. En þá var eftir að
skilja úr Hrafnkelsstaðaféð og losna við það. Þegar þessu loks var lokið
var eftir að rýja (nema gert hefði verið viku fyrr). Einnig þurfti að skilja
frambæjaféð úr rekstrinum frá Hrafnkelsstöðum og koma því að Klúku
— nema það væri sótt þaðan. Þegar loks var búið að rýja það fé er úr
rekstrum hafði komið var oft liðið fram á nótt.
Þá loks gáfu menn sér tíma til að neyta kvöldverðar, og svo var farið
að reka yfír Hlíðarhúsakvíslina. Það gat tekið klukkutíma eða meira, en
stundum skemmri tíma því margir áttu góðar forustukindur, sem alltaf
kom sér vel. Eg man enn hve feginn ég var, strákurinn, þegar féð var
loks komið í eyrarnar, því allan daginn hafði maður orðið að vakta það
— engar girðingar eða áheldi, en reynt að láta Kelduá eða Hlíðarhúsa-
kvísl halda að því á tvo vegu. Oft var það svo meðan ég var á barnsaldri,
að ég skrapp úr vöktuninni og upp á rétt þar sem rúið var, til að
handleika lömb, og þurfti svo fyrir bragðið að hlaupa endalaust til að ná
fénu saman aftur, því sumar ærnar voru fjandi lúmskar að laumast í
burtu.
Þessa eftirminnilegu ferjunótt, sem ég hef aldrei getað gleymt, var
klukkan orðin tvö þegar komið var á ferjustað. Þá var eftir að ganga frá
grindum til áheldis, en hlaðnir veggir voru á tvo vegu, svonefnd hálfrétt
við ána þar sem ferjan kom að landi. Líka þurfti að strengja kaðalinn
sem lá yfir ána, en hann vildi slakna yfir árið. Það var gert á þann hátt
að járnköllum var stungið með stuttu millibili í stórt tré sem kaðallinn á
ánni vafðist utan um. Járntrissan rann betur eftir kaðlinum ef hann var
vel strengdur og ferjan fór þá hraðar.
Fyrsta straumferjan var lítil. Hún tók 12—14 fullorðið í ferð og var völt
á ánni. Hún gekk í odd fram, varla um botn að ræða í henni, nema
svolítinn þar sem maðurinn sem í kaðalinn hélt, sat og stjórnaði ferj-
unni. Mátti raunar segja að ferjan væri lítið annað en hliðarnar. Erfítt
var að passa féð í þessari ferju, það sótti sífellt upp í borðin og vildi þá
gefa á. Stundum var hafður steinn frammi í henni til að gera hana
stöðugri.
Klukkan hálfþrjú um nóttina er fyrsta féð komið í réttina. Það er
svolítill utanstrekkingur en hlýtt í veðri. Venjulega er ferjan 1-2 mínút-
ur að renna yfír ef vel gengur. Ferjumenn í þetta sinn eru Þórarinn