Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 140

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 140
136 MULAÞING Hallgrímsson og faðir minn, Erlingur Þ. Sveinsson. Allt gengur vel í byrjun. En þegar fyrsta ferjan úr annarri réttinni er komin um það bil 35 metra frá austurlandinu sjáum við er í landi stöndum — að hún stingst niður að framan og sekkur. Féð flýtur allt burt, mennirnir sitja í mittis- vatni, en ferjan gat ekki sokkið til fulls, því hún hékk í kaðlinum sem upp í trissuna lá og trissan föst á vírnum sem lá yfír ána. Eins og jafnan mun verða við slys kom fát á alla í fyrstu, en brátt farið að hugleiða hvað hægt væri að gera til bjargar. Ég hafði oft, strákurinn, leikið mér að því að hanga neðan á kaðlinum, þannig að ég hafði hann í hnésbótunum og fikraði mig svo áfram. Nú var farið að hugleiða að senda mig — eða einhvern annan hraustari — með bönd út að trissunni til að binda í hana og reyna síðan að draga hana í land. En þegar að var gáð vantaði öll bönd. Bauðst þá Baldur heitinn Þorsteinsson í Klúku tii að skreppa heim eftir þeim. En það er um tveggja km vegaiengd hvora leið og Hlíðarhúsakvísl í leiðinni til tafar. Baidur átti afbragðs reið- hryssu bleika. Hann snaraðist á bak og hleypti á fullri ferð af stað. Þegar hann kom nú heim á þessari þeysireið urðu konurnar þar hrædd- ar. Þær þóttust sjá á Baldri að eitthvað hefði komið fyrir þó hann reyndi að dylja þær þess. En aðgangurinn á þessum stillta manni, að fmna bönd, og ferðin á honum — vakti hjá þeim ugg. Nú er að segja frá ferjufólki. Þótt allir vissu að Baldur myndi fljótur í för, sáu ménn strax eftir að hann fór að mennirnir í ferjunni yrðu innkulsa áður en böndin kæmu. Þá var aðeins um einn kost að velja, þann að Þórarinn reyndi að synda með pabba í land. Þórarinn hafði dvalið tvo vetur á skóla að Laugum í Reykjadal og var vel syndur. Ef hann hefði reynt strax — áður en hann varð nær gegnkaldur — hefði honum líklega heppnast björgunin. En nú var hann orðinn mjög kaldur. Þó reyndi hann, því um annað virtist ekki að velja. En um leið og hann lagði af stað til lands tóku tveir menn sig til og sundriðu á móti Þórarni. Þeir voru Jörgen Sigurðsson mágur Þórarins og Sigmundur Þorsteinsson síðast bóndi á Kleif. Þórarinn var á rauðskjóttum úrvalshesti og Sigmundur á gráum. Báðir hestarnir frá Klúku. Gráni reyndist ekki vel, táplítill og djúp- syndur, og sneri Sigmundur skjótt til sama lands aftur. Eins og áður sagði var Þórárinn orðinn mjög kaldur og því þrekminni en ella. Eftir stutt sund með föður minn fann hann að ef hann ætti að hafa krafta til að ná landi sjálfur, yrði hann að sleppa manninum. Og það varð hann að gera. Hann náði landi með harðfylgi, þar sem margar hendur biðu eftir að taka á móti honum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.