Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 140
136
MULAÞING
Hallgrímsson og faðir minn, Erlingur Þ. Sveinsson. Allt gengur vel í
byrjun. En þegar fyrsta ferjan úr annarri réttinni er komin um það bil 35
metra frá austurlandinu sjáum við er í landi stöndum — að hún stingst
niður að framan og sekkur. Féð flýtur allt burt, mennirnir sitja í mittis-
vatni, en ferjan gat ekki sokkið til fulls, því hún hékk í kaðlinum sem
upp í trissuna lá og trissan föst á vírnum sem lá yfír ána.
Eins og jafnan mun verða við slys kom fát á alla í fyrstu, en brátt farið
að hugleiða hvað hægt væri að gera til bjargar. Ég hafði oft, strákurinn,
leikið mér að því að hanga neðan á kaðlinum, þannig að ég hafði hann í
hnésbótunum og fikraði mig svo áfram. Nú var farið að hugleiða að
senda mig — eða einhvern annan hraustari — með bönd út að trissunni
til að binda í hana og reyna síðan að draga hana í land. En þegar að var
gáð vantaði öll bönd. Bauðst þá Baldur heitinn Þorsteinsson í Klúku tii
að skreppa heim eftir þeim. En það er um tveggja km vegaiengd hvora
leið og Hlíðarhúsakvísl í leiðinni til tafar. Baidur átti afbragðs reið-
hryssu bleika. Hann snaraðist á bak og hleypti á fullri ferð af stað.
Þegar hann kom nú heim á þessari þeysireið urðu konurnar þar hrædd-
ar. Þær þóttust sjá á Baldri að eitthvað hefði komið fyrir þó hann reyndi
að dylja þær þess. En aðgangurinn á þessum stillta manni, að fmna
bönd, og ferðin á honum — vakti hjá þeim ugg.
Nú er að segja frá ferjufólki. Þótt allir vissu að Baldur myndi fljótur í
för, sáu ménn strax eftir að hann fór að mennirnir í ferjunni yrðu
innkulsa áður en böndin kæmu.
Þá var aðeins um einn kost að velja, þann að Þórarinn reyndi að
synda með pabba í land. Þórarinn hafði dvalið tvo vetur á skóla að
Laugum í Reykjadal og var vel syndur. Ef hann hefði reynt strax —
áður en hann varð nær gegnkaldur — hefði honum líklega heppnast
björgunin. En nú var hann orðinn mjög kaldur. Þó reyndi hann, því um
annað virtist ekki að velja. En um leið og hann lagði af stað til lands
tóku tveir menn sig til og sundriðu á móti Þórarni. Þeir voru Jörgen
Sigurðsson mágur Þórarins og Sigmundur Þorsteinsson síðast bóndi á
Kleif. Þórarinn var á rauðskjóttum úrvalshesti og Sigmundur á gráum.
Báðir hestarnir frá Klúku. Gráni reyndist ekki vel, táplítill og djúp-
syndur, og sneri Sigmundur skjótt til sama lands aftur.
Eins og áður sagði var Þórárinn orðinn mjög kaldur og því þrekminni
en ella. Eftir stutt sund með föður minn fann hann að ef hann ætti að
hafa krafta til að ná landi sjálfur, yrði hann að sleppa manninum. Og
það varð hann að gera. Hann náði landi með harðfylgi, þar sem margar
hendur biðu eftir að taka á móti honum.