Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 142
138
MULAÞING
ari og betri en straumferjan sem sokkið hafði. Hún var stöðug á ánni og
tók allt að 24-26 fullorðið í ferð. Þessi ferja var alltaf notuð eftir þetta
þangað til brúin kom á árnar. Var sá háttur hafður á við að setja féð upp
í hana, að hleri var lagður úr réttinni á gaflinn að aftan og ærnar reknar
upp í. Eftir að féð vandist þessari aðferð varð að gæta þess vandlega að
ferjan offylltist ekki þegar það ruddist upp í hana sjálfviljugt.
I þetta sinn voru sendir menn í Hrafnkelsstaði eftir ferjunni. Vöktu
þeir þar upp og komu þrír þaðan með þeim upp eftir. Varð að róa
ferjunni norður yfir, en þar biðu menn með hesta. Var svo ferjan dregin
á hestum og mönnum móti straumi upp með öllum Klaustursbökkum,
alla leið upp að straumferjustreng og þar róið austur yfir að hinni
sokknu ferju og hún dregin á land. Var hún aldrei notuð síðan.
Allt tók þetta langan tíma. Mig minnir klukkan vera orðin átta um
morguninn þegar aftur var farið að ferja. En það gekk mikið fljótar með
stærri ferjunni. Þó var komið fram yfir hádegi á þriðjudag er fokið var.
En þetta var aðeins okkar fé á Víðivöllum ytri. Við urðum alltaf að ferja
fyrstir, höfðum enga aðstöðu til að geyma féð.
Nú var eftir að sundríða út í eyrina í ánni eftir fénu sem upp flaut
þegar ferjan sökk, fara síðan heim, borða, taka sig til og rugga svo upp
allan Norðurdal í steikjandi sólarhita syfjaður og rugfaður. Ég man enn
vel hvað ég var slappur þennan dag, en þó giaður og sæll. Oft minnist
ég þess frá þessum ferðalögum, að ég vaknaði við það að ég var að velta
af hestinum.
Þegar sterkt sólskin var og mikiff hiti varð að reka mjög hægt og hvíla
þétt. Þennan dag vorum við ekki komnir í Kleif, innsta bæ í Norðurdal
vestan Jökulsár, fyrr en klukkan 10 um kvöldið. Þar var þegið kaffi. Og
síðan var farið að hleypa undir og það gat tekið langan tíma. Mig minnir
klukkan vera farin að ganga tvö á miðvikudagsnótt er síðustu ærnar
runnu upp í Kleifarskóginn. Þá var borðað nesti og síðan haldið heim á
leið. Eg held við höfum komið til baka um fimm- til sexleytið um morg-
uninn — þreyttir, slæptir, með kindajarm bergmálandi í hausnum. En
þó glaðir yfir farsælli lausn á alvarlegum vanda.