Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 145
MÚLAÞING
141
bréf á milli sýslumannanna á Eskiíirði og Seyðisfirði áður en póstferðir
hófust þar á milli. A sama tíma og Kjartan hafði þessar ferðir 1901—1903
hafði hann einnig ferðir til Norðfjarðar. Ég minnist þess að hann fór um
í Skuggahlíð og einhvern tíma var ég látinn fylgja honum yfir Norðfjarð-
arána á hesti. Þá gaf hann mér 10 aura fyrir og mér fundust það miklir
peningar, enda var það þá og lengi eftir burðargjald undir eitt bréf.
Kjartan var með allan póstinn í einni hliðartösku. Kjartan Pétursson var
fremur stór maður, herðabreiður og beinvaxinn, var talinn mikill fjalla-
ferðamaður.
Árið 1904 hófust reglubundnar póstferðir frá Eskifirði um Norðfjörð
og Mjóafjörð til Seyðisfjarðar. Ferðirnar voru aðeins yfir vetrarmánuð-
ina, sex ferðir á vetri og var hver ferð byrjuð frá Eskifirði eftir komu
póstsins sem gekk frá Eskifirði til Hornafjarðar og póstsins sem gekk
frá Djúpavogi til Eskifjarðar. Eftir komu þeirra beggja að sunnan lagði
pósturinn af stað frá Eskifirði áleiðis til Seyðisfjarðar. Fyrsta ferðin á
vetri var vanalega um mánaðamótin október og nóvember og svo um
hver mánaðamót þar til í byrjun apríl. Leiðin sem venjulega var farin
var um Oddsskarð (það er 705 m yfir sjó) frá Eskifirði til Norðfjarðar,
um Drangaskarð frá Norðfirði til Mjóafjarðar. Það mun vera milli 500 og
600 metra hátt. Þá er komið niður að Krossi. Yæri veður hagstætt og
hægt að fá menn og bát var farið yfir fjörðinn, annars þurfti að ganga
inn fyrir hann og er það nærri sjö klukkustunda gangur inn fyrir og út í
Brekkuþorp, þar sem póstafgreiðslan var. Eftir afgreiðslu þar var farið
aftur inn með firðinum að norðan og að Firði, en þar var bréfhirðing. Þá
var farið Króardalsskarð til Seyðisfjarðar. Það er upp af fjarðarbotnin-
um í Mjóafirði og virðist eftir korti vera um 1000 m yfir sjó. Til Seyðis-
fjarðar er komið niður hjá rafstöðinni í Fjarðarseli og er þaðan nær
hálftíma gangur út í Seyðisfjarðarkaupstað. Sömu viðkomustaðir voru á
leiðinni til baka og tók ferðin venjulega sex daga frá Eskifirði og til
Eskifjarðar aftur, en gat tekið lengri tíma ef veður voru óhagstæð.1
1 Ég fór að reyna að gera mér grein fyrir hve löng leið Guðjóns er í kílómetratali, en
reyndist það svo erfitt dæmi að lítt er að marka niðurstöður. En með því að mæla á korti,
bæta við niðurstöðuna tvöfaldri hæð fjallaskarðanna sem hann fór yfir og leggja þar við
króka og mishæðir af fullkomnu handahófi, þá verður útkoman þessi:
Frá Skuggahlíð yfir Oddsskarð til Eskifjarðar að sækja póstinn.........18 km
Frá Eskifirði til Neskaupstaðar........................................25 —
Frá Neskaupstað yfir Drangaskarð að Krossi............................. 7 —
Frá Krossi að Firði....................................................15 —
Frá Firði yfir Króardalsskarð til Seyðisfjarðar .......................14 —
Önnur leiðin verður skv. þessu 79 km