Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Qupperneq 146
142
MULAÞING
Einnig kom fyrir ef veður og færð var hagstætt að farið væri yíir tvo
fjallvegi sama daginn. Var þá að vísu notað eitthvað af nóttinni með.
Þessar ferðir héldust óslitið frá 1904 til 1942 að þær voru lagðar niður
með öllu, en póstferðunum um suðurfirðina, Eskifjörður — Djúpivogur
og Eskifjörður—Hornafjörður, var hætt árið 1931. Eftir það var burtfar-
ardagur Seyðisfjarðarpóstsins frá Eskiflrði síðasti mánudagur í hverjum
mánuði október-mars.
Menn þeir sem höfðu ferðirnar milli Eskifjarðar og Seyðisfjarðar voru
þessir: Þorsteinn Jakobsson Eskifirði árin 1904-1924, Guðjón Her-
mannsson Skuggahlíð Norðfirði, sem þessar línur ritar, árin 1925-1940
og Guðmundur Sigurðsson Eskifirði árin 1941-1942 er þessum ferðum
var hætt.
Þorsteinn Jakobsson var fæddur árið 1871. Hann ólst að einhverju
leyti upp hjá séra Jónasi P. Hallgrímssyni á Skorrastað og fluttist með
honum að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði árið 1888, vann á ýmsum stöð-
um til sjós og lands á Fáskrúðsfirði og Eskifirði, og á Eskifirði var hann
búsettur þegar hann byrjaði póstferðirnar.
Til þess að lýsa Þorsteini og leiðinni sem farin var venjulega í þessum
ferðum ætla ég að segja frá fyrstu ferðinni sem ég fór þessa leið, þá sem
fylgdarmaður Þorsteins.
Arið 1912 á hlaupársdag kom Þorsteinn póstur frá Eskifirði að
Skuggahlíð. Með honum voru þrír Norðfirðingar að koma úr orlofsferð
ofan af Héraði á leið heim til sín. Veðri var svo háttað að búið var að
snjóa í nokkra daga og allhvasst, en ekki stórviðri og mátti oftast telja
sæmilega ratljóst. En færðin mátti heita mjög slæm, snjórinn það laus
að á skíðunum óð maður snjóinn a. m. k. í kálfa, svo að ekki var nú
álitlegt að ferðast. Nú biður Þorsteinn mig að koma með sér í ferðina —
og hvað á 18 ára unglingur að segja við því? Ég hafði aldrei í skóla farið
og lítið farið að heiman utan sveitarinnar, en flestum unglingum er
gefin í vöggugjöf útþrá eða ævintýraþrá, en henni hafði ég aldrei svalað.
Ég tók þann kostinn að láta föður minn ráða þessu. Hann sagði að
Síðan fer hann sömu leið til baka og verður þá vegalengdin 158 km, best að segja 160
km svo að standi á tug. Ef þetta skyldi vera í námunda við raunveruleika er hér um álíka
vegalengd að ræða og tvöfalda vegalengd eftir bílveginum milli Neskaupstaðar og Egils-
staða — og þó 12 km betur. Þess er að gæta að Guðjón þurfti fjórum sinnum yfir
Oddsskarð í hverri ferð, af því að hann bjó í Skuggahlíð en endastöð póstsins var á
Eskifirði.
Kjartansleiðin um Eskifjarðarheiði, Fönn, Mjóafjarðarheiði, Gagnheiði og Fjarðar-
heiði gæti verið 30-40 km — eða 60-80 km fram og til baka, þ. e. um 50 km skemmri,
en hún tengir aðeins saman endastöðvarnar, Eskifjörð og Seyðisfjörð. — Á. H.