Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 148
144
MULAÞING
Marteinssonar til að fá okkur flutta yfir fjörðinn. Fyrst urðum við þó að
fá kaffi og komum inn í gamla baðstofu. Þar var nægur hiti og leið okkur
þar vel þó að við værum heitir af göngunni. Þar tók mig tali tengdamóð-
ir bónda, Halldóra að nafni. Hún spurði mig hvort Olafur bróðir minn
mundi ekki geta gert við klúkuna hans Helga. Nú fannst mér sannast
það fornkveðna, að ,,heimskt er heimaalið barn.“ Eg hafði bara heyrt
nefndan bæinn Klúku. Til þess að auglýsa mig ekki alltof heimskan tók
ég þann kostinn að segja að ég skyldi líta á klúkuna um leið og ég færi.
Gamla konan hafði þá vitað að Olafur bróðir minn var búinn að læra
söðlasmíði og stundaði þá iðn á Eskifirði. Eg leit á hnakkræfiiinn og
sagði að eitthvað mætti lagfæra hann. Synir hjónanna, Sigurður og
Helgi, settu okkur yfir fjörðinn. Þegar við komum til póstafgreiðslu-
mannsins, sem var Benedikt Sveinsson á Borgareyri í Brekkuþorpi,
sagði hann að nú færum við ekki lengra í dag, því að í gærkvöld og í
morgun hefðu fallið snjóflóð á ýmsum stöðum á milli Brekku og Fjarðar,
það gætu átt eftir að falla fleiri og þess vegna bannaði hann alveg að við
færum þessa venjulegu leið lengra í dag. Við Þorstein sagði hann sér-
staklega, að reyndar mætti hann drepa sig ef hann endilega vildi, en
mig mætti hann ekki drepa, því ég væri ungur að árum og þar að auki
frændi sinn, og póstinum mætti hann heldur ekki týna.
Nú langaði engan til að drepa sig, en áfram þurftum við að komast.
Ráð Benedikts var það, að við fengjum okkur setta suður yfir fjörð og
gengjum inneftir sunnan fjarðar. Þar mundi ekki flóðahætta. Sá ann-
marki var þó á þessari ráðleggingu að allir verkfærir karlmenn voru
tepptir í öðru, m. a. í vinnu á hvalveiðistöðinni á Asknesi og aðrir að
reyna að koma á símasambandi, því snjóflóðin höfðu eyðilagt það.
Um tjón sem þessi snjóflóð ollu í Mjóafirði má lesa í bókinni Skriðu-
föll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson, II. bindi bls. 356-357. Er talið að
flóðin hafi brotið 50-60 símastaura norðan fjarðarins og flóðbylgjur
valdið allmiklu tjóni sunnan fjarðar á Asknesi og Kolableikseyri.
Ferðavandi okkar leystist þannig að við fengum lítinn árabát lánaðan
hjá Gunnari Jónssyni í Holti (hús skammt frá Borgareyri), en lofa urðum
við Benedikt því að fara inn með suðurlandinu. Ferðin inneftir gekk vel,
en kraparusl var allmikið á firðinum. Við gengum svo frá bátnum og
hvolfdum honum við sjóhúsin í Firði.
Viðkomustaður var í Firði, því að þar var þréfhirðing, dagur að kvöldi
kominn og því sest að til gistingar. Viðtökur voru með ágætum eins og
1 Strönd og Kvíaból voru smábýli í „Nesþorpi“ eins og núverandi Neskaupstaður var
stundum kallaður á þessum tíma.