Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 148

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 148
144 MULAÞING Marteinssonar til að fá okkur flutta yfir fjörðinn. Fyrst urðum við þó að fá kaffi og komum inn í gamla baðstofu. Þar var nægur hiti og leið okkur þar vel þó að við værum heitir af göngunni. Þar tók mig tali tengdamóð- ir bónda, Halldóra að nafni. Hún spurði mig hvort Olafur bróðir minn mundi ekki geta gert við klúkuna hans Helga. Nú fannst mér sannast það fornkveðna, að ,,heimskt er heimaalið barn.“ Eg hafði bara heyrt nefndan bæinn Klúku. Til þess að auglýsa mig ekki alltof heimskan tók ég þann kostinn að segja að ég skyldi líta á klúkuna um leið og ég færi. Gamla konan hafði þá vitað að Olafur bróðir minn var búinn að læra söðlasmíði og stundaði þá iðn á Eskifirði. Eg leit á hnakkræfiiinn og sagði að eitthvað mætti lagfæra hann. Synir hjónanna, Sigurður og Helgi, settu okkur yfir fjörðinn. Þegar við komum til póstafgreiðslu- mannsins, sem var Benedikt Sveinsson á Borgareyri í Brekkuþorpi, sagði hann að nú færum við ekki lengra í dag, því að í gærkvöld og í morgun hefðu fallið snjóflóð á ýmsum stöðum á milli Brekku og Fjarðar, það gætu átt eftir að falla fleiri og þess vegna bannaði hann alveg að við færum þessa venjulegu leið lengra í dag. Við Þorstein sagði hann sér- staklega, að reyndar mætti hann drepa sig ef hann endilega vildi, en mig mætti hann ekki drepa, því ég væri ungur að árum og þar að auki frændi sinn, og póstinum mætti hann heldur ekki týna. Nú langaði engan til að drepa sig, en áfram þurftum við að komast. Ráð Benedikts var það, að við fengjum okkur setta suður yfir fjörð og gengjum inneftir sunnan fjarðar. Þar mundi ekki flóðahætta. Sá ann- marki var þó á þessari ráðleggingu að allir verkfærir karlmenn voru tepptir í öðru, m. a. í vinnu á hvalveiðistöðinni á Asknesi og aðrir að reyna að koma á símasambandi, því snjóflóðin höfðu eyðilagt það. Um tjón sem þessi snjóflóð ollu í Mjóafirði má lesa í bókinni Skriðu- föll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson, II. bindi bls. 356-357. Er talið að flóðin hafi brotið 50-60 símastaura norðan fjarðarins og flóðbylgjur valdið allmiklu tjóni sunnan fjarðar á Asknesi og Kolableikseyri. Ferðavandi okkar leystist þannig að við fengum lítinn árabát lánaðan hjá Gunnari Jónssyni í Holti (hús skammt frá Borgareyri), en lofa urðum við Benedikt því að fara inn með suðurlandinu. Ferðin inneftir gekk vel, en kraparusl var allmikið á firðinum. Við gengum svo frá bátnum og hvolfdum honum við sjóhúsin í Firði. Viðkomustaður var í Firði, því að þar var þréfhirðing, dagur að kvöldi kominn og því sest að til gistingar. Viðtökur voru með ágætum eins og 1 Strönd og Kvíaból voru smábýli í „Nesþorpi“ eins og núverandi Neskaupstaður var stundum kallaður á þessum tíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.