Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 153
MULAÞING
149
ferðunum. Hins vegar voru ferðirnar erfiðar og gátu verið hættulegar,
en erfiðleikarnir eru líka til að sigrast á þeim, og í góðu veðri var fagurt
að sjá yfir þegar komið var upp á fjöllin. Teningnum var kastað.
Mig hefur aldrei iðrað þess að taka að mér þessar ferðir, Nú er meira
en 41 ár síðan ég hætti og er mér enn efst í huga þakklæti til alls þess
fólks sem ég hafði mest kynni af í ferðunum. Póstafgreiðslumennirnir
voru ætíð reiðubúnir til að afgreiða mig þótt helgur dagur væri eða
komið fram á nótt. Þeir sem lengst afgreiddu mig voru: A Eskiíirði
Davíð Jóhannesson, á Norðfirði séra Jón Guðmundsson og Ingi T. Lár-
usson, á Mjóafirði Benedikt Sveinsson á Borgareyri, Sveinn Benedikts-
son í Hlíð, í Firði Sveinn Olafsson, á Seyðisfirði Þorsteinn Gíslason
stöðvarstjóri. Lítið dæmi um afgreiðslu á stöðvunum: Það var síðari
hluta dags svo sem venja var, að ég kom til Seyðisfjarðar í góðu veðri.
Eg heilsaði Þorsteini og þá segir hann við mig: ,,Nú verður þú að gera
þér að góðu að verða hjá okkur á morgun.“ „Hvað er nú?“ svara ég.
Hann segist þá vera nýbúinn að tala við Akureyri, þar sé kominn glóru-
laus snjóbylur og sjáist ekki milli húsa. Eg spurði hvenær hefði gengið í
veðrið á Akureyri. Hann taldi stutt síðan. Ég tók skjóta ákvörðun og
segi: „Ég þarf að fá mér að borða, en ef þú getur afgreitt póstinn og haft
hann tilbúinn eftir klukkutíma og útvegað mér bíl inn að rafstöð — þá
verð ég á undan veðrinu til Mjóafjarðar.“ „Teflirðu nú ekki of djarft?“
spyr Þorsteinn. „Ég fýk þá niður fjallið öðruhvorum megin.“ Allar
þessar áætlanir stóðust. Eitthvað gustaði á mig niður fjalhð til Mjóa-
fjarðar, en um nóttina og daginn eftir var dimmviðrisbylur. Seinni hluta
dagsins hélt ég áfram ferðinni.
Fólkinu á heimilunum þar sem ég gisti, get ég ekki þakkað eins og
vert væri. Oft var ég meira og minna hrakinn þegar ég settist að og ætíð
þurrkuð plögg og föt svo allt var þurrt að morgni. Einnig var séð um að
jafnan væri nógur hiti í húsum svo ekki setti að mér. Eitt sinn gisti ég á
bæ sem ekki var alveg í venjulegri leið minni, og kom ég þar því sjald-
an. Gistingin var velkomin og var mér boðið inn í framhýsi sem víða
voru á heimilum þá. Ég fann að mér mundi verða kalt ef ég yrði þarna
lengi og spurði hvort ég mætti ekki koma inn í eldhúsið. Jú, það var
velkomið ef ég gæti gert mér það að góðu. Þarna var fátt fólk, gömul
kona annaðist matseldina. í eldhúsinu sem og annars staðar þar sem ég
kom var vel og hreinlega gengið um, svo fólkið þurfti ekki að fyrirverða
sig að lofa mér að ganga um húsið, en kynding var ekki nema á eldhús-
inu. Mér leið ágætlega þarna. Ekki get ég nefnt nein nöfn þessara
gestgjafa minna, en þeir urðu allir vinir mínir.