Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 153

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 153
MULAÞING 149 ferðunum. Hins vegar voru ferðirnar erfiðar og gátu verið hættulegar, en erfiðleikarnir eru líka til að sigrast á þeim, og í góðu veðri var fagurt að sjá yfir þegar komið var upp á fjöllin. Teningnum var kastað. Mig hefur aldrei iðrað þess að taka að mér þessar ferðir, Nú er meira en 41 ár síðan ég hætti og er mér enn efst í huga þakklæti til alls þess fólks sem ég hafði mest kynni af í ferðunum. Póstafgreiðslumennirnir voru ætíð reiðubúnir til að afgreiða mig þótt helgur dagur væri eða komið fram á nótt. Þeir sem lengst afgreiddu mig voru: A Eskiíirði Davíð Jóhannesson, á Norðfirði séra Jón Guðmundsson og Ingi T. Lár- usson, á Mjóafirði Benedikt Sveinsson á Borgareyri, Sveinn Benedikts- son í Hlíð, í Firði Sveinn Olafsson, á Seyðisfirði Þorsteinn Gíslason stöðvarstjóri. Lítið dæmi um afgreiðslu á stöðvunum: Það var síðari hluta dags svo sem venja var, að ég kom til Seyðisfjarðar í góðu veðri. Eg heilsaði Þorsteini og þá segir hann við mig: ,,Nú verður þú að gera þér að góðu að verða hjá okkur á morgun.“ „Hvað er nú?“ svara ég. Hann segist þá vera nýbúinn að tala við Akureyri, þar sé kominn glóru- laus snjóbylur og sjáist ekki milli húsa. Eg spurði hvenær hefði gengið í veðrið á Akureyri. Hann taldi stutt síðan. Ég tók skjóta ákvörðun og segi: „Ég þarf að fá mér að borða, en ef þú getur afgreitt póstinn og haft hann tilbúinn eftir klukkutíma og útvegað mér bíl inn að rafstöð — þá verð ég á undan veðrinu til Mjóafjarðar.“ „Teflirðu nú ekki of djarft?“ spyr Þorsteinn. „Ég fýk þá niður fjallið öðruhvorum megin.“ Allar þessar áætlanir stóðust. Eitthvað gustaði á mig niður fjalhð til Mjóa- fjarðar, en um nóttina og daginn eftir var dimmviðrisbylur. Seinni hluta dagsins hélt ég áfram ferðinni. Fólkinu á heimilunum þar sem ég gisti, get ég ekki þakkað eins og vert væri. Oft var ég meira og minna hrakinn þegar ég settist að og ætíð þurrkuð plögg og föt svo allt var þurrt að morgni. Einnig var séð um að jafnan væri nógur hiti í húsum svo ekki setti að mér. Eitt sinn gisti ég á bæ sem ekki var alveg í venjulegri leið minni, og kom ég þar því sjald- an. Gistingin var velkomin og var mér boðið inn í framhýsi sem víða voru á heimilum þá. Ég fann að mér mundi verða kalt ef ég yrði þarna lengi og spurði hvort ég mætti ekki koma inn í eldhúsið. Jú, það var velkomið ef ég gæti gert mér það að góðu. Þarna var fátt fólk, gömul kona annaðist matseldina. í eldhúsinu sem og annars staðar þar sem ég kom var vel og hreinlega gengið um, svo fólkið þurfti ekki að fyrirverða sig að lofa mér að ganga um húsið, en kynding var ekki nema á eldhús- inu. Mér leið ágætlega þarna. Ekki get ég nefnt nein nöfn þessara gestgjafa minna, en þeir urðu allir vinir mínir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.