Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 157
ARNI HALLDORSSON
Bréf úr Borgarfirði
Forspjall
I stólræðu útvarpaðri frá Dómkirkju Reykvíkinga á aðfangadagskvöld
ræddi klerkur um mikilmenni sögunnar. Kom fram í ræðu hans að eitt
þeirra ætti bráðlega 500 ára afmæli, Marteinn okkar Lúther.
Alltaf verður þó álitamál hverja skuli krýna mikilmenni, enda fylgir
jafnan böggull skammrifi.
Oþarfi er þó að draga í efa að þessum þýska munki hafi gengið gott
eitt til, er hann vakti máls á því að páfakirkjan hefði villst nokkuð af
þeirri leið er Jesús frá Nasaret nefndi „hinn þrönga veg“. Hér fór þó
eins og jafnan, bæði fyrr og síðar, að þegar hugsjón um betri heim fær
meðbyr múgsins, eru þeir draugar sem kveða átti niður fyrr en varir
sestir að veisluborði, étandi hugsjónina góðu og hugsjónamanninn með.
Marteinn neyddist fljótlega til að ofurselja ,,siðbót“ sína furstum og
kóngum sem sáu að hér var févænlegt.
Annan dag septembermánaðar 1537 gaf Kristján kóngur vor, hinn
þriðji með því nafni, út tilskipun þess efnis að „siðbót“ Lúthers skyldi
upptekin í ríki hans og ber plagg þetta yfirskriftina „En Ordinants,
hvorledes Kirketjenesten skal holdes.“
Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn, segir máltækið, og kóngur
fékk allar eignir klaustra og sakeyri í ,,siðferðilegum“ brotamálum er
kirkjan hafði áður haft á sinni könnu.
Þessar efnahagsráðstafanir konungs drógu á eftir sér langan hala,
enda var hér ekki um neina smámuni að tefla.
Segja má að Islendingar hefðu búið við ótrúlegt frjálsræði í flestum
efnum allar götur frá Gamla-sáttmála til „siðbótar“. Kom hvort tveggja
til að konungsvaldið var veikburða og langræði mikið yfir þvert Islands-
haf. Veikleikinn lýsti sér m. a. í því að íslendingar drápu iðulega
kóngsins umboðsmenn, ef þeim bauð svo við að horfa og það bótalaust.
A 14. og 15. öld græddum við ótæpt á skreiðarverslun við Hamborg-