Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 158
154
MÚLAÞING
ara og Englendinga. Er Guðmundur Arason á Reykhólum fagurt dæmi
um auðmann íslenskan er hagnýtti sér skreiðarsölu til Englendinga,
ásamt yfirgangi í kóngsins nafni, til stórkostlegasta auðsafnaðar ailra
ríkisbubba á Islandi, fyrr og síðar.
Konungsskattur útarmaði sem sagt ekki þá þessa þjóð.
Kirkjan var að vísu harðdræg í fjársöfnun í nafni Nasareans, en sú
líkn fylgdi þeirri fjárplógsstarfsemi að sá auður varð ekki í verulegum
mæli útflutningsvara. Að vísu skyldi gjalda páfa Rómarskatt, en jafnan
gekk treglega að rukka hina skattsáru íslendinga um það útsvar.
Með „ordinantsíunni'1 var brotið blað í þessari sögu. I einu vetfangi
eignaðist Danakóngur allar klaustureignir á Islandi, nær 20% allra jarð-
eigna í landinu, auk kvikfénaðar, búsgagna og dýrmætra gripa þeirra,
að ógleymdum sakeyrinum sem áður var nefndur.
Til þess að flytja í fjárhirslu sína í Kaupmannahöfn afrakstur þess
mikla auðs sem kóngur tók í sinn skerf af „siðbótinni", ekki aðeins á
Islandi, heldur líka í Noregi og öðrum skattlöndum norsku krúnunnar,
voru Danir illa í stakk búnir, enda kom auður þessi í greipar þeirra
óvænt eins og manna af himnum ofan.
Hvort sem það var nú tilviljun eða ekki, vildi svo til að nokkrum árum
eftir að Jón okkar Arason og synir hans tveir eru leiddir til höggs undir
kjörorðinu gamla og nýja, að öxin og jörðin geymi þá best, upphefjast á
Brimarhólmi stórfelldar skipasmíðar. Danski flotinn er efldur, svo
minnir á vígbúnaðarkapphlaupið í dag. I framhaldi af því taka Danir
þegar upp úr 1570 að krefjast yfirráðaréttar yfir því hafsvæði sem þeir
nefndu Norðurhaf, þ. e. alls Norður-Atlantshafs milli Noregs og Græn-
lands og skyldi nú hnekkt þar sjóveldi enskra.
A því herrans ári 1602 töldu Danir sig hafa náð valdajafnvægi á
„Norðurhafi", því 20. apríl það ár gefur Kristján 4. út tilskipun um
„Privilegium for Kjöbenhavn, Malmö og Helsingör, at före Enehandel
paa Island indtil 1614“.
Það fór með þessa tilskipun frá 1602 eins og lög um aukatekjur
ríkissjóðs. Hún var framlengd og framlengd og ekki að fullu afnumin
fyrr en 1855, eða 253 árum síðar.
Alla tíð meðan einokunin stóð áttu yfirvöld okkar í Kaupmannahöfn
og sýslumenn þeirra á íslandi í mesta basli með að fá landslýð til að
virða lög og rétt, sem er bæði gömul og ný saga. Mestur þyrnir í augum
yfirvaldanna var launverslun við duggara sem ótæpt var stunduð á
útkjálkum, í hæfilegri fjarlægð frá einokunarkaupstöðum og sýslu-
mannssetrum.