Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 160
156
MULAÞING
veraldleg. Og krefjum vér allir og beiðumst í þessari fyrrnefndu sveit
áðurgreint Compani ad láta hér ganga skútu eður jakt, sem áður hefur
gengið, þá þýzkir kaupmenn voru og hafnirnar höfðu, minst tvisvar á
surnri með sína vöru, og sækja aptur þá íslenzku, og skikka oss nægi-
lega og góða strengi, línur og nótgarn eptir kong majestets taxta, að þeir
skuli landinu með nægilegri kaupmannsvöru forsorga. Annars kunnum
vér engan veginn að bjargast, fyrst vér megum ei fyrrnefnd veiðarfæri
af Engelskum kaupa með nægilegu verði, og kann ske því þó, sem ei er
kaupmanns vara, því margir geta hér á firðinum keypt upp á 30, 40 eður
50 fjórðunga, þeir sem ekki eru mektugir í kaupstaði að fara, og er þetta
vor helzta klögun að þessu sinni.“
Eftirmáli
Frumrit þessa bréfs mun því miður löngu týnt og tröllum gefið. Við
höfum aðeins ,,inntak“ þess varðveitt í Alþingisbókum og enginn veit,
ekki einu sinni lærðir sagnfræðingar, sem eru þó allra manna snjallastir
í getspeki (hlaðvarpsspeki), hvort Arni lögmaður hafi eitthvað mifdað
orðalag eða undanfellt, en ekki þar fyrir ,,inntakið“ er skýrt og skorin-
ort, svo ekki varð yfirvöldum sagt til syndanna á öllu gleggri hátt ef
gæta átti sæmilegrar kurteisi.
Þegar bréfið er skrifað var Einar digri Magnússon í Njarðvík einn
lögréttumanna úr Múlaþingi. Prestur á Desjarmýri 1631-1632 var sá
nafntogaði klerkur Sigfús Tómasson, síðar í Hofteigi, en 1632 tók við
Mýrarstað — Desjarmýri — Hávarður Sigurðsson og þjónaði þar nær 30
ár.
Ætla má að lögréttumaðurinn í Njarðvík og Desjarmýrarklerkur hafi
staðið fyrir tilskrifi þessu til Arna lögmanns, því varla hafa múgamenn
þá staðið í bréfagerðum, en trúlegt er að þeir hafi hvatt sína fyrirmenn
til dáða.
Einar digri lögréttumaður í Njarðvík var sonur Magnúsar lögréttu-
manns í Njarðvík, Þorvarðarsonar lögréttumanns í Njarðvík, Björns-
sonar lögréttumanns í Njarðvík, Jónssonar.
Björn Jónsson mun hafa fæðst um 1490. Á síðari tímum hlaut hann
auknefnið skafinn. Faðir hans er talinn Jón skafinn Guðmundsson, sem
mun hafa átt auknefnið, því Björn sonur hans er nefndur í fornum
skjölum Skafinsson.
Njarðvíkurætt eldri er talin frá Birni Jónssyni skafins. Kona Björns,
Hólmfríður, var dóttir Þorvarðar Hákarla-Bjarnasonar. Þorvarður var