Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 164

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 164
160 MÚLAÞING einu höggi, ef svo má að orði komast. í fyrsta lagi að sjá og hitta frændfólk á Héraði, í öðru lagi að koma á þorrablót Fellamanna og í þriðja lagi að hitta Kristján Gunnarsson þarna uppfrá. Hann er uppal- inn í Völvuholti í Fjarðardal. Foreldrar hans byggðu það býli 1905, nefndu Lyngholt en fluttu til Héraðs 1920. Við Olafur erum þremenn- ingar að frændsemi við Kristján og höfum haldið kunningsskap okkar. Hann er byggingameistari á Blönduósi en Ólafur býr í Kópavogi. En snúum okkur nú að ferðasögunni. Við lögðum af stað í birtingu. Jörð var snjólaus að kalla á láglendi en stórskeíli í brekkum og harðfenni, gangfæri gott, veður stillt en þó þungbúið loft. Atti því að vera auðvelt að komast til Héraðs ef veður héldist sæmilegt. Eg hafði farið alla leið upp yfir sumarið áður og þekkti því staðhætti á leiðinni og var vel kunnugur alls staðar í Fjarðardal og í heiðarbrekkunum. Á miðri leið frá Firði til heiðar er áðurnefnd Klif- brekka. Á leið þangað kom í ljós að við Olafur vorum miklu betur útbúnir heldur en Sigurjón og í Klifbrekku urðum við að hjálpa honum þar sem brattast var því hann hafði enga brodda. Við Olafur vorum báðir á broddum, þeirri gerð er fjórskeflingar nefnast og einnig höfðum við langa og sterka broddstafi. Skammt innan við Klifbrekku renna tvær smáár í Fjarðará og nefnast Barnár. Skyndilega þyngdi í lofti, er við konium þangað. Fór brátt að snjóa og kom ökkfasnjór á svipstundu. Þá rofaði eitthvað í loft og við héldum áfram ferðinni, enda átti þessi snjór ekki að verða neinum til trafala. Eftir æðistund þyngdi að aftur og snjókoma hófst á ný. Er ekki að orðlengja það að snjókoman varð eins og skýfall og kom kafaldsófærð á skammri stund, þótt snjórinn væri laus enda hélst lognið. Við héldum enn áfram, því ég þóttist viss um að rata ef við fyndum Leiðargil sem er neðanhallt í heiðinni. En snjókoman hélt áfram og lausasnjórinn haugaðist upp í hnédjúpa ófærð, kennileiti voru að hverfa og skyggni þverrandi. Staðnæmdumst við nú og ráðguð- umst um hvað gera skyldi. Ég þóttist viss um að rata ef við fyndum Leiðargil. Ekki áttu að vera nein hættuleg klettabelti þaðan á leið til Héraðs. En á leið til baka til Mjóafjarðar voru nú orðin all mörg gil og klettar, sem erfitt er að vara sig á í blindandi snjókomu. Önnur geig- vænlegri hætta var að villast út í fjöllin öðru hvoru megin Fjarðardals og ganga skyndilega fram af mörg hundruð metra háum hamraflugum eða stranda í ófærum. I auðu er aðeins IV2 tíma gangur til Fjarðarbýla en 4V2 tíma gangur til bæja á Héraði. Augljóst var að bráðófært yrði ef hvessti á þennan lausasnjó en skammdegisnótt í hönd farandi eftir 2-3 stundir. Hér var því snúið við, fylgt smágiljum við ána og vorum þess á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.