Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 164
160
MÚLAÞING
einu höggi, ef svo má að orði komast. í fyrsta lagi að sjá og hitta
frændfólk á Héraði, í öðru lagi að koma á þorrablót Fellamanna og í
þriðja lagi að hitta Kristján Gunnarsson þarna uppfrá. Hann er uppal-
inn í Völvuholti í Fjarðardal. Foreldrar hans byggðu það býli 1905,
nefndu Lyngholt en fluttu til Héraðs 1920. Við Olafur erum þremenn-
ingar að frændsemi við Kristján og höfum haldið kunningsskap okkar.
Hann er byggingameistari á Blönduósi en Ólafur býr í Kópavogi. En
snúum okkur nú að ferðasögunni.
Við lögðum af stað í birtingu. Jörð var snjólaus að kalla á láglendi en
stórskeíli í brekkum og harðfenni, gangfæri gott, veður stillt en þó
þungbúið loft. Atti því að vera auðvelt að komast til Héraðs ef veður
héldist sæmilegt. Eg hafði farið alla leið upp yfir sumarið áður og þekkti
því staðhætti á leiðinni og var vel kunnugur alls staðar í Fjarðardal og í
heiðarbrekkunum. Á miðri leið frá Firði til heiðar er áðurnefnd Klif-
brekka. Á leið þangað kom í ljós að við Olafur vorum miklu betur
útbúnir heldur en Sigurjón og í Klifbrekku urðum við að hjálpa honum
þar sem brattast var því hann hafði enga brodda. Við Olafur vorum
báðir á broddum, þeirri gerð er fjórskeflingar nefnast og einnig höfðum
við langa og sterka broddstafi. Skammt innan við Klifbrekku renna
tvær smáár í Fjarðará og nefnast Barnár. Skyndilega þyngdi í lofti, er
við konium þangað. Fór brátt að snjóa og kom ökkfasnjór á svipstundu.
Þá rofaði eitthvað í loft og við héldum áfram ferðinni, enda átti þessi
snjór ekki að verða neinum til trafala. Eftir æðistund þyngdi að aftur og
snjókoma hófst á ný. Er ekki að orðlengja það að snjókoman varð eins
og skýfall og kom kafaldsófærð á skammri stund, þótt snjórinn væri
laus enda hélst lognið. Við héldum enn áfram, því ég þóttist viss um að
rata ef við fyndum Leiðargil sem er neðanhallt í heiðinni. En snjókoman
hélt áfram og lausasnjórinn haugaðist upp í hnédjúpa ófærð, kennileiti
voru að hverfa og skyggni þverrandi. Staðnæmdumst við nú og ráðguð-
umst um hvað gera skyldi. Ég þóttist viss um að rata ef við fyndum
Leiðargil. Ekki áttu að vera nein hættuleg klettabelti þaðan á leið til
Héraðs. En á leið til baka til Mjóafjarðar voru nú orðin all mörg gil og
klettar, sem erfitt er að vara sig á í blindandi snjókomu. Önnur geig-
vænlegri hætta var að villast út í fjöllin öðru hvoru megin Fjarðardals og
ganga skyndilega fram af mörg hundruð metra háum hamraflugum eða
stranda í ófærum. I auðu er aðeins IV2 tíma gangur til Fjarðarbýla en
4V2 tíma gangur til bæja á Héraði. Augljóst var að bráðófært yrði ef
hvessti á þennan lausasnjó en skammdegisnótt í hönd farandi eftir 2-3
stundir. Hér var því snúið við, fylgt smágiljum við ána og vorum þess á