Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 167
MULAÞING
163
ekki þorrablótum að venjast í Mjóafirði. Húspláss var einnig tiltölulega
rúmgott til skemmtanahalds. Komið var undir morgun er við fórum til
baka í Meðalnes og vorum þar næstu nótt. Ætluðum við að halda
snemma af stað heimleiðis að morgni en um nóttina gekk í hlákurign-
ingu og stytti ekki upp fyrr en undir hádegi. Lögðum við þá af stað en
breyttum ferðaáætluninni og fórum í Þrándarstaði í Eiðaþinghá, þar eð
of seint var að leggja af stað til Mjóafjarðar, enda veðurútlit vart nógu
tryggt til að leggja á fjallveg undir nótt.
A Þrándarstöðum bjuggu þá Guðlaug Gunnarsdóttir, systir Kristjáns
sem áður er nefndur og Sveinn Gíslason frá Meðalnesi. Við fórum aftur
yfir Lagarfljót á ísnum, þar eð við vissum að hann mundi vera tryggur
þrátt fyrir skyndihlákuna. Lfrðum við blautir í kálfa og mjög kaldir á
fótum vegna vegalengdarinnar yfir fljótið. Var fiðið á daginn er við
náðum í Egilsstaði, hittum þar mann að máii og spurðum til vegar út í
Þrándarstaði. Fórum við yfir Eyvindará skammt ofar en þar sem Egils-
staðaflugvöllur er nú og þaðan beinustu leið í áfangastað. Var okkur
mjög vel tekið, plögg okkar þurrkuð og áttum við hina bestu nótt.
Næsta morgun var asahláka og stórrigning og alls ekki ferðaveður fyrir
fótgangandi menn. Hélst þetta veður fram undir næsta morgun. Þá
stytti upp, ísar virtust horfnir af iáglendi, mikið hlánað til fjalla og
vildum við nú freista þess að komast heim. Lögðum við nú af stað í
birtingu og fórum beinustu leið yfir móa og melabörð inn með fjalli.
Komum við á dálítinn sléttan blett í móþýfi og rétt við hann fágu nokkr-
ar smáspýtur á þúfnakolli. Eitthvað handfjötluðum við þær og ræddum
um að hér hefði líklega verið tjaldað sumarið áður. Ffeygðum við spýt-
unum síðan frá okkur en þó hlýt ég að hafa haldið á einni þeirra í vinstri
hendi án þess að veita því nokkra athygli og kemur það fram síðar í
frásögninni.
Brátt komum við að Uppsalaá sem var í vexti. Vildum við ekki bleyta
okkur, en fórum niður með henni og féll hún þar í þrengslum milli
grasbakka. Var þar enn dálítil klakastífla í henni og foss skammt fyrir
neðan. Við höfðum ætíð borið skíðin með okkur, lögðum þau nú á ísinn
til að létta okkur meðan við hlupum yfir en höfðum skíðaböndin eins
löng og við gátum til að halda í þau á meðan. Fórum við jafnsnemma út
á stífluna en þó með nokkru milfibili, Olafur ofar en ég. Þegar ég kom
að bakkanum hinum megin voru skíðin föst og sneri ég við til að losa
þau. Hafði jaki flotið upp á bandið sem ég hélt í. Hafði þá efri hluti
stíflunnar flotið af stað og nú kallaði Olafur til mín að hún væri öll
komin á hreyfmgu. Ég sleppti bandinu og brá við til að komast upp á