Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 170
166
MULAÞING
eins blítt og mér sýndist, þegar lagt var af stað. Eftir litla stund, fór ég
að spyrja. Við vorum þá komin í álana. Oft hafði ég heyrt minnst á
Papeyjarálana, að sjólagið í þeim væri ekki gott og oft hefðu farist bátar
þar áður fyrr. Og nú er ég var þangað komin, duldist mér ekki að ekki
var ofsögum sagt af straumum og sjóróti þar. Oft hafa Papeyingar
staðið í ströngu að komast til lands og aftur út til eyjar. En ferðin hjá
okkur gekk vel, og eftir rúman klukkutíma frá því við lögðum af stað frá
Djúpavogi vorum við lent í Attærings- eða Áttahringsvog við norðan-
verða eyna. Það er gengið vel og vandlega frá bátnum. Við Svandís
tökum föggur okkar og göngum af stað til bæjar. En Gústaf labbaði út
með sjó, sennilega að gá að reka. Mér finnst lengra til bæjar en ég bjóst
við, en við tökum þetta rólega og göngum hægt. Fyrir mér er þetta allt
ókunnugt, en samt draumur sem er smám saman að rætast. Ég er sem
sagt komin út í Papey og við færumst nær og nær bænum, og brátt erum
við komnar inn í eldhús til Sigríðar Gísladóttur. Og er við höfðum
heilsast sagðist hún ekki hafa búist við bát úr landi, því það hefði brotið
á öllum boðum úti fyrir í dag, en hún hefði þá um daginn gengið fram
með sjónum.
Eftir litla stund vorum við öll sest til borðs með dásamlega góðum
mat sem rann ljúflega niður. Og eftir skemmtilegt rabb í kvöldhúminu
var gengið til náða. Eg svaf uppi á lofti í herbergi með Sigríði í góðu
rúmi, og svefninn kom fljótt og tók mig í arma sína. Daginn eftir var gott
veður, en ekki skein sólin eins glatt og daginn áður. Ég gekk út og upp á
Hellisbjarg þar sem vitinn stendur. Hann var reistur 1922, þaðan er
útsýni gott. En það fyrsta sem mér kemur í hug er vísan hans Haraldar
Briem frá Eyjum í Breiðdal. Hún er svona:
Papey hátt úr hafi rís,
helgar geymir sögur.
Hún er eins og dagsins dís
dýrðarlega fögur.
Kringum heimaeyna eru úteyjar, hólmar og sker. Arnarey er stærst
með ilmandi reyrgresi um hóla og brekkur, ritu- og lundavarp í björg-
um. í Flatey norður af Papey var mikið æðarvarp, en núorðið sáralítið.
Talið er að Papey sé að ummáli skammdegisganga ef farið er út í
hvern tanga og nes. I Papey er margt minja og sagnaörnefna. Papatætt-
ur eru austantil á eynni. Liljustaðir heita tóftarbrot austan við túnið,
einnig er tóft við Hellisbjarg, þar sem upp komu við gröft fyrir vatns-
leiðslu tíu trénegldir krossar sem nú eru á Þjóðminjasafninu. Árið 1900