Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 171
MULAÞING
167
keypti Gísli Þorvarðarson Papey af Sigríði Bjarnadóttur, ekkju Eiríks
Jónssonar frá Hlíð í Lóni. Jörðina keypti hann á tólf þúsund krónur.
Flutti hann frá Fagurhólsmýri í Oræfum og með honum kona hans
Margrét Gunnarsdóttir frá Flögu í Skaftártungu.
Börn þeirra voru Þorvarður skipstjóri, Gunnar skipstjóri, Ingólfur
læknir á Djúpavogi um áratug, Gústaf, Sigríður, Ingibjörg, Margrét.
1910 lést Margrét kona Gísla af barnsburði, ófært var í sjó og ekki hægt
að ná til læknis. Gísli giftist aftur Jóhönnu systur Margrétar, og eignuð-
ust þau Snorra, Kristínu og Gunnþóru. Gísli var smiður á tré og járn og
reisti hann fljótt öll hús á eynni, girti túnið 1908, lagði vatnsleiðslu,
sléttaði túnið og stækkaði það, skipti landinu í beitarhólf. Þar var og
garðrækt og sjást enn þá garðar er Þorvarður faðir Gísla hlóð. 1 Papey
var búið rausnarbúi og er rómuð hin mikla gestrisni sem ríkti þar og
ríkir enn, þar sem ég naut nú ljúfra stunda hjá börnum hans sem reyna
að halda við sínu forna heimili. Gísli andaðist 1948 og síðan hefur ekki
verið föst búseta þar.
Aður en lengra er haldið vil ég minnast dagsins 26. júlí. Eftir hádegi
gekk Sigríður með mér út og byrjuðum við á að ganga í kirkjuna, var
hún byggð upp 1903. Þá vaknaði sú ósk hjá mér að ég mætti sjá þegar
messað var þar fyrrum og kirkjan fullsetin fólki, en ekki rættist sú ósk
sem ekki er von. Við göngum út og lokum á eftir okkur og Sigríður sýnir
mér kirkjugarðinn. Þar hvíla foreldrar hennar og systkini og margir
fleiri. Hér er kyrrð og friður.
Við förum nú í gönguferð um eyna, út að Hrafnabjörgum er ferð
okkar heitið. Mér er sýnd ritubyggð í björgunum, það er dásamlegt að
horfa á þá byggð og við gefum okkur góðan tíma til að horfa upp í
bjargið þar sem fuglarnir kúra á ungum sínum. Og áfram er haldið. Hér
eru frjálslegar ær sem ganga sjálfala, ein þeirra er gæf og kemur til
okkar. Ég horfi títt til höfðans Eldriða og við tökum að minnast á
Mensalder Raben, sem sagt er að hafi hrapað þar í sjó fram og aldrei
fundist. En frá því er samt sagt á annan hátt í þjóðsögum Sigfúsar
Sigfússonar.
Jón hét maður Jónsson. Jón og Halla hétu foreldrar hans og bjuggu á
Suðurlandi. Jón Jónsson eignaðist fyrir konu Sesselju Pálsdóttur, dótt-
ur séra Páls í Goðdölum, en hún varð þegar brjáluð. Jón fékk Papeyjar-
umboð og flutti í Papey. Hann var auðugur vel, og þökkuðu menn það
mest því að hann ætti Finnabuxur eða gjaldbuxur, sem er það sama.
Gengu þær síðan í ættinni og voru kallaðar Papeyjarbuxur. Jón komst í
mikla vináttu við hollenskan skipstjóra. En áður en þeir skildu reit