Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 176
EIRIKUR BJORNSSON
Tók örninn barnið?
Eftir síðustu aldamót þegar ég var að alast upp eystra var búið að
útrýma bæði tófu og erni gjörsamlega þar um slóðir. Það hefði þótt frétt
ef sést hefði svo mikið sem för í snjónum eftir tófu.
Fyrr á tímum mun hún þó hafa verið algeng þarna því víða eru
örnefni við hana kennd. Greni heitir stórgrýtisurð undir svo nefndum
Folöldum innan við Karlsskálaskarð sem var fáfarin leið til Vöðlavíkur.
Þaðan var greið leið til fanga í allar áttir. Gildruhraun eru rétt innan við
Flesjará frá jafnsléttu og hátt upp í fjall, nær því óslitið, en áin rennur á
landamörkum Karlsskála og Breiðuvíkur og kemur ofan af Víkurheiði.
Þessi hraun eru hvergi há, bungulöguð og slétt að ofan. Þar hefur
lágfótu þótt gott að hlaupa um þegar hún var búin að kanna fjörurnar og
fór til fjalls á rjúpnaveiðar. Hún losnaði við að kafa snjóinn og sá vítt
um. Þetta vissi maðurinn líka og því bjó hann til gildru eða fellu í
hrauninu, en hvar henni hafði verið komið fyrir var löngu gleymt. Þetta
vissu litlir smalastrákar.
Eg sat hjá í fjögur sumur og mikið feituðum við smalarnir að gildrunni
sem við þóttumst vissir um að væri þarna enn. Hún var semsé ófæran-
leg, það vissum við. Og það merkilega gerðist að við fundum gildruna.
Oft vorum við búnir að ganga fram hjá henni, og fíta hana augum, en
héldum að þarna væru eldunarhlóðir. Þær reistum við sjálfir, og höfðu
aðrir gert, hingað og þangað og það villti um fyrir okkur.
Þarna voru tveir steinar hlið við hlið og bilið á milli þeirra líklega í
stærra lagi fyrir ketil. Aftan við ,,hlóðirnar“ var lögð yfir þær allstór
hella. Eg man að hún var ekki létt þegar ég lyfti henni. Eg man það enn,
undrun mín var mikil, því við mér blasti gildran. Einhver hafði þó farið
höndum um hana síðan hún var notuð. Það vantaði á þekjuna og hell-
una sem féll fyrir opið á gildrunni og lokaði dýrið inni. Við fundum
fivorugt þar í kring.