Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 177
MULAÞING
173
I þessa gildru höfðu menn veitt tófur öldum saman en það var fyrst
þegar maðurinn fékk byssu að útrýmingu tófunnar miðaði áleiðis.
Orninn mun ætíð hafa verið fágætur þarna um slóðir og ekki þekki ég
nein örnefni við hann kennd, en þegar ég var barn heyrði ég þá sögu að
einhvern tíma fyrir löngu síðan hefði örn hremmt litla stúlku á Karls-
skála og flogið með hana til fjalla og hún ekki fundist síðan. Þetta var
ógnvekjandi saga og þegar ég fór að hugsa leitaði ég til ömmu og spurði
hana hvort sagan væri sönn.
Amma mín var fædd á Karlsskála og hafði dvalið þar nær óslitið alla
sína ævi (1839-1927). Hún hafði heyrt söguna þegar hún var barn að
aldri og hélt að hún væri sönn, og þá á þá leið að móðirin og barnið, sem
var stúlka, voru einar heima um vorið og voru þær staddar úti við.
Konan brá sér inn í bæ smástund. Þegar hún kom út aftur var barnið
horfið og fannst aldrei síðan.
Fyrst var haldið að huldufólk hefði tekið barnið. Því trúði amma
hreint ekki. (Eg vissi að hún tók ekki fyrir að sveimur hefði verið á
undan komu Sandvíkinga. Hvort það var Glæsir, það vissi hún ekki).
En svo um haustið fundu smalarnir, uppi á Einbúa, spón sem litla
stúlkan var að leika sér með þegar hún hvarf. Þá gat fólkið sér þess til
að örn hefði tekið barnið og flogið með það upp á Einbúa og sest þar,
barninu orðið laus spónninn en örninn síðan flogið áfram með barnið
upp í óbyggðir. Þetta gat amma fallist á að hefði gerst.
Þegar ég sat hjá átti ég oft leið hjá Einbúa sem er einstæður kfettur,
ekki hár en allstór um sig. Hann er um það bii í miðju fjaiii inn og upp af
Karlsskálabæ. Auðvelt er þar upp að ganga og víðsýnt þar uppi. Þar
upp var því oft farið er leitað var hesta og kinda. En stundum var
erindið annað.
Það var venja krumma að setjast á Einbúa þegar hann kom fljúgandi
neðan frá sjónum og oftast með eitthvað í goggnum. Þegar hann flaug
burt var hann ekki með neitt í nefinu. Það var því forvitniiegt að athuga
hvað hann hafði meðferðis og það gerðum við smalarnir oft. Aldrei var
það neitt matarkyns, heldur var það ómerkilegt rusl úr fjörunni svo sem
skeljar, korkur af netum og glerbrot úr netakúium og oft þaraþönglar.
Það var eins og hann kæmi með þetta til athugunar. — Síðan þetta var
eru liðin mörg ár.
Þá var það einhvern tíma að ég las Endurminningar Gyðu Thorlacius.
Þar var þá líka sagan af týnda barninu á Karlsskála, efnislega á þessa
leið:
— Einn góðan veðurdag vorið 1805 fór Gyða út að Karlsskála, ysta